Þurfum að búast við að lið bakki og bomba á þau Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 15:01 Elvar Örn Jónsson sækir að marki Sviss en Nicolas Raemy er til varnar. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Mér finnst vera sjálfstraust í liðinu og við erum alltaf klárir andlega. Ég veit ekki hvað veldur en það er eitthvað hökt sóknarlega,“ segir Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, í viðtali við Vísi. Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira