Alexander: Erfiðasta ákvörðun ferilsins Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 17:01 Alexander Petersson í leiknum við Portúgal, einum af fjórum leikjum sem hann lék á HM í Egyptalandi. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Alexander Petersson hefur leikið við afar góðan orðstír með Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2012 en snýr nú aftur til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Alexander er á heimleið frá HM í Egyptalandi, af „persónulegum ástæðum“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu HSÍ. Hann mun nú ganga frá vistaskiptum sínum norður að landamærum Þýskalands og Danmerkur, til Flensborgar. Samningur Alexanders við Löwen átti að renna út í sumar og í yfirlýsingu segir Alexander að félagið glími við mikil fjárhagsvandræði vegna kórónuveirufaraldursins. Honum hafi verið gert ljóst að hann fengi ekki nýjan samning og að til stæði að yngja upp leikmannahópinn. Hjá Flensburg fær Alexander skammtímasamning, sem gildir fram á sumar, og óvíst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðsmanninum eftir það en hann verður 41 árs í júlí. Alexander kvaddi stuðningsmenn Löwen með yfirlýsingu þar sem hann sagði tíðindi dagsins eflaust hafa komið þeim á óvart: „Þetta kom mér líka á óvart og allir sem þekkja mig vita að sú ákvörðun að yfirgefa Rhein-Neckar Löwen er án vafa erfiðasta ákvörðun ferilsins. Ég hef átt níu stórkostleg ár í Ljónatreyjunni og saman unnum við titla og þróuðum félagið í það sem það er í dag. Félag í fremstu röð,“ sagði Alexander. View this post on Instagram A post shared by Alexander Petersson (@alexanderpetersson32) Alexander kvaðst virða ákvörðun forráðamanna Löwen. „En svo lengi sem ég hef kraft til þess þá vil ég spila handbolta. Þess vegna er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tilboð frá Flensburg. Það hjálpar að sama skapi Löwen að lifa betur af þessa erfiðu tíma hvað fjárhaginn snertir,“ sagði Alexander. HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Alexander er á heimleið frá HM í Egyptalandi, af „persónulegum ástæðum“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu HSÍ. Hann mun nú ganga frá vistaskiptum sínum norður að landamærum Þýskalands og Danmerkur, til Flensborgar. Samningur Alexanders við Löwen átti að renna út í sumar og í yfirlýsingu segir Alexander að félagið glími við mikil fjárhagsvandræði vegna kórónuveirufaraldursins. Honum hafi verið gert ljóst að hann fengi ekki nýjan samning og að til stæði að yngja upp leikmannahópinn. Hjá Flensburg fær Alexander skammtímasamning, sem gildir fram á sumar, og óvíst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðsmanninum eftir það en hann verður 41 árs í júlí. Alexander kvaddi stuðningsmenn Löwen með yfirlýsingu þar sem hann sagði tíðindi dagsins eflaust hafa komið þeim á óvart: „Þetta kom mér líka á óvart og allir sem þekkja mig vita að sú ákvörðun að yfirgefa Rhein-Neckar Löwen er án vafa erfiðasta ákvörðun ferilsins. Ég hef átt níu stórkostleg ár í Ljónatreyjunni og saman unnum við titla og þróuðum félagið í það sem það er í dag. Félag í fremstu röð,“ sagði Alexander. View this post on Instagram A post shared by Alexander Petersson (@alexanderpetersson32) Alexander kvaðst virða ákvörðun forráðamanna Löwen. „En svo lengi sem ég hef kraft til þess þá vil ég spila handbolta. Þess vegna er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tilboð frá Flensburg. Það hjálpar að sama skapi Löwen að lifa betur af þessa erfiðu tíma hvað fjárhaginn snertir,“ sagði Alexander.
HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36
Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni