Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 11:29 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill að allt að 35 prósenta hlutur verði seldur í Íslandsbanka með tilteknum skilyrðum um söluna og eignarhaldið. Vísir/Vilhelm Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. Nefndin hefur sent fjármálaráðherra álit sitt á greinargerð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til nefndarinnar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem ráðherra sendi nefndinni rétt fyrir jól. Ríkið á alla hluti í bankanum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tekið fram að dregið skuli úr eignarhaldi ríkisins í fjármálastofnunum. Jafnframt er tekið fram að stefnt sé að því að ríkið eigi áfram ráðandi hlut í Landsbankanum til langframa. Ríkið á alla hluti í Íslandsbanka og nánast alla hluti í Landsbankanum. Áfram er stefnt að því að ríkið eigi ráðandi hlut í Landsbankanum til framtíðar.Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins sem fer með hluti þess í fjármálastofnunum tilkynnti fjármálaráðherra skömmu fyrir áramót að hún teldi rétt að hefja söluferli á hlutum í Íslandsbanka. Í greinargerð ráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar er grengið út frá að bankinn verði skráður á innlendan hlutabréfamarkað og fjórðungs hlutur seldur til að byrja með. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndarsegir í umsögn sinni til fjármálaráðherra að við útboð og skráningu hlutabréfa Íslandsbanka sé nauðsynlegt að hugað verði að nokkrum atriðum. Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Nefndin telur að tryggja verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verði eftir hlutum í bankanum í útboðinu. Þá geti hver og einn tilboðsgjafi ekki eignast meira en 2,5–3,0 prósent af heildarhlutafé bankans. Einnig verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið bjóði til kaups í útboðinu, til dæmis þannig að lágmark verði 25 prósent og hámark 35 prósent. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Pírata í viðskipta- og efnahagsnefnd skila allir hver um sig séráliti um áformin til fjármálaráðherra. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Nefndin hefur sent fjármálaráðherra álit sitt á greinargerð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til nefndarinnar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem ráðherra sendi nefndinni rétt fyrir jól. Ríkið á alla hluti í bankanum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tekið fram að dregið skuli úr eignarhaldi ríkisins í fjármálastofnunum. Jafnframt er tekið fram að stefnt sé að því að ríkið eigi áfram ráðandi hlut í Landsbankanum til langframa. Ríkið á alla hluti í Íslandsbanka og nánast alla hluti í Landsbankanum. Áfram er stefnt að því að ríkið eigi ráðandi hlut í Landsbankanum til framtíðar.Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins sem fer með hluti þess í fjármálastofnunum tilkynnti fjármálaráðherra skömmu fyrir áramót að hún teldi rétt að hefja söluferli á hlutum í Íslandsbanka. Í greinargerð ráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar er grengið út frá að bankinn verði skráður á innlendan hlutabréfamarkað og fjórðungs hlutur seldur til að byrja með. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndarsegir í umsögn sinni til fjármálaráðherra að við útboð og skráningu hlutabréfa Íslandsbanka sé nauðsynlegt að hugað verði að nokkrum atriðum. Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Nefndin telur að tryggja verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verði eftir hlutum í bankanum í útboðinu. Þá geti hver og einn tilboðsgjafi ekki eignast meira en 2,5–3,0 prósent af heildarhlutafé bankans. Einnig verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið bjóði til kaups í útboðinu, til dæmis þannig að lágmark verði 25 prósent og hámark 35 prósent. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Pírata í viðskipta- og efnahagsnefnd skila allir hver um sig séráliti um áformin til fjármálaráðherra.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira