Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag.
Þar sagði hann að Pfizer hefði birt uppfærða dreifingaráætlun og næstu vikurnar komi heldur færri skammtar til Íslands en ráðgert var. Það sé vegna minni framleiðslugetu fyrirtækisins vegna endurskipulagningar á framleiðslunni.
Þessi skortur í janúar og febrúar verði hins vegar bættur upp í marsmánuði. Heildarmagn sem komið verður til Íslands í marslok verði því óbreytt frá því sem áætlanir gera ráð fyrir, eða um 50 þúsund skammtar. Dreifingaráætlun í framhaldinu liggur ekki fyrir.