„Hin miklu tíðindi“ eru þau að nú er kona varaforseti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 20:05 Í sögulegu samhengi eru stærstu tíðindin, að mati Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, þau að nú er Kamala Harris fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskar nýjum forseta Bandaríkjanna velfarnaðar nú þegar hann hefur tekið við embætti. Guðni hyggur að meiri áhersla verði lögð meðal annars á loftslagsmál og jafnréttismál í tíð nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum frá því sem var í stjórnartíð Trump. Guðni segir ein stærstu tíðindin vera þau að í fyrsta sinn sé það nú kona sem gegni embætti varaforseta. „Þetta er alltaf sögulegur viðburður og ekki kemur nú á óvart að hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafi lagt áherslu á einingu og samstöðu. Það eru svona þau atriði sem rata helst á blað þegar forsetaefni og aðstoðarfólk fara að semja ávarp af þessu tagi,“ sagði Guðni í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsetinn var spurður hvort hann ætti von á því að bjartari tímar væru framundan í Bandaríkjunum en nokkur sundrung hefur ríkt meðal þjóðarinnar í aðdraganda stjórnarskiptanna. „Við skulum að minnsta kosti vona það. Síðastliðin ár hafa einkennst af aukinni sundrungu og því er auðvitað áhyggjuefni að línurnar verða miklu skarpari og deilurnar illvígari og það er verkefni nýs forseta og annarra ráðamanna vestra að snúa því frekar í þá vegu að fólk haldi áfram að takast á en deili með orðum og geri ekki mótherja eða fólk á öndverðu meiði að svörnum óvinum sem eigi ekkert gott skilið. Og það verður verkefni þessa forseta að brúa bil og byggja brýr og hvetja til sátta frekar en sundrungar,“ sagði Guðni. Hann segir það liggja í augum uppi að í embætti forseta Bandaríkjanna hafi orð mikil áhrif. „Því meiri sem völdin eru því meira vægi hafa orðin og þá er brýnt að sá eða sú sem er á valdastóli þar vestra geri sér grein fyrir því.“ Sjálfur hitti Guðni aldrei Donald Trump, að minnsta kosti ekki á einkafundi, á meðan sá síðarnefndi gegndi embætti Bandaríkjaforseta. „Ég var einu sinni á samkomu, við viðburð þar sem við vorum í sama sal, þegar þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar,“ sagði Guðni, en sá viðburður fór fram í París. Guðni átti aftur á móti stuttan fund með Mike Pence varaforseta þegar hann heimsótti Ísland árið 2019. Guðni Th. Jóhannesson átti fund í Höfða með Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í dag, þegar hann sótti Ísland heim árið 2019.Vísir/Elín Margrét „Ég óska Biden alls velfarnaðar og hygg að það sé hið eina rétta, rétt eins og ég óskaði Donald Trump velfarnaðar þegar hann tók við embætti á sínum tíma,“ sagði Guðni. „Ég hygg nú að hvað okkur hér á Íslandi varði, þá munum við sjá að það munu aðrir vindar blása og ná hingað til lands. Það verður önnur afstaða til umhverfismála, það verður aukin áhersla á kynjajafnrétti, og kannski svo ég skjóti því hér inn í, að í sögulegu ljósi þá eru hin miklu tíðindi ekki síður þau að nú er varaforseti Bandaríkjanna kona, Kamala Harris, og það eru mikil og góð tíðindi að það hafi gerst núna í fyrsta sinn,“ sagði Guðni. Joe Biden Bandaríkin Forseti Íslands Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
„Þetta er alltaf sögulegur viðburður og ekki kemur nú á óvart að hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafi lagt áherslu á einingu og samstöðu. Það eru svona þau atriði sem rata helst á blað þegar forsetaefni og aðstoðarfólk fara að semja ávarp af þessu tagi,“ sagði Guðni í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsetinn var spurður hvort hann ætti von á því að bjartari tímar væru framundan í Bandaríkjunum en nokkur sundrung hefur ríkt meðal þjóðarinnar í aðdraganda stjórnarskiptanna. „Við skulum að minnsta kosti vona það. Síðastliðin ár hafa einkennst af aukinni sundrungu og því er auðvitað áhyggjuefni að línurnar verða miklu skarpari og deilurnar illvígari og það er verkefni nýs forseta og annarra ráðamanna vestra að snúa því frekar í þá vegu að fólk haldi áfram að takast á en deili með orðum og geri ekki mótherja eða fólk á öndverðu meiði að svörnum óvinum sem eigi ekkert gott skilið. Og það verður verkefni þessa forseta að brúa bil og byggja brýr og hvetja til sátta frekar en sundrungar,“ sagði Guðni. Hann segir það liggja í augum uppi að í embætti forseta Bandaríkjanna hafi orð mikil áhrif. „Því meiri sem völdin eru því meira vægi hafa orðin og þá er brýnt að sá eða sú sem er á valdastóli þar vestra geri sér grein fyrir því.“ Sjálfur hitti Guðni aldrei Donald Trump, að minnsta kosti ekki á einkafundi, á meðan sá síðarnefndi gegndi embætti Bandaríkjaforseta. „Ég var einu sinni á samkomu, við viðburð þar sem við vorum í sama sal, þegar þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar,“ sagði Guðni, en sá viðburður fór fram í París. Guðni átti aftur á móti stuttan fund með Mike Pence varaforseta þegar hann heimsótti Ísland árið 2019. Guðni Th. Jóhannesson átti fund í Höfða með Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í dag, þegar hann sótti Ísland heim árið 2019.Vísir/Elín Margrét „Ég óska Biden alls velfarnaðar og hygg að það sé hið eina rétta, rétt eins og ég óskaði Donald Trump velfarnaðar þegar hann tók við embætti á sínum tíma,“ sagði Guðni. „Ég hygg nú að hvað okkur hér á Íslandi varði, þá munum við sjá að það munu aðrir vindar blása og ná hingað til lands. Það verður önnur afstaða til umhverfismála, það verður aukin áhersla á kynjajafnrétti, og kannski svo ég skjóti því hér inn í, að í sögulegu ljósi þá eru hin miklu tíðindi ekki síður þau að nú er varaforseti Bandaríkjanna kona, Kamala Harris, og það eru mikil og góð tíðindi að það hafi gerst núna í fyrsta sinn,“ sagði Guðni.
Joe Biden Bandaríkin Forseti Íslands Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira