Um tíu einstaklingar undir fertugu bráðkvaddir á ári hverju Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2021 20:37 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að í kringum 200 einstaklingar fari í hjartastopp á hverju ári. Stjórnarráðið Í kringum tíu einstaklingar undir fertugu deyja svokölluðum skyndidauða hérlendis á hverju ári. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að yfirleitt sé það breytilegt eftir aldri hvað veldur því að einstaklingar verða bráðkvaddir. „Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
„Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira