„Þetta stríð er orðið hættulegt heilsu kvenna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2021 11:58 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, ræddi skimanir fyrir leghálskrabbameini í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er afar gagnrýnin á þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að færa skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna og skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands og yfir til ríkisins. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að tvö þúsund leghálssýni hefðu legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Kom fram að vonir stæðu til þess að hægt yrði að senda sýnin í greiningu fljótlega í þessari viku en heilsugæslan tók við skimununum fyrir leghálskrabbameini um áramót. Ástæðan fyrir því að sýnin hafa ekki verið greind síðan í byrjun nóvember er skortur á samningum við rannsóknarstofu í Danmörku sem mun halda utan um greininguna. Ákveðið var að leita út fyrir landsteinana þegar ljóst var að Landspítali hefði ekki burði til að sinna greiningunum. Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg, sagði við fréttastofu á föstudag að samningar hefðu tekist við rannsóknarstofuna akkúrat þann dag. Vonir stæðu til að samningar yrðu undirritaðir í þessari viku. Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, sagði í samtali við RÚV um helgina að þessi langa bið væri ógn við heilsu kvenna. Hanna Katrín furðar sig á málinu og setur spurningamerki við það hvers vegna verið sé að senda sýnin til útlanda þegar bæði tæki og mannskapur séu til staðar hér á landi. Þá segist hún til að mynda ganga út frá því að skimunin verði nú dýrari þar sem flytja eigi sýnin til útlanda. Hún segir málið illskiljanlegt. „Það er þannig og svo ég segi það bara hreint út að það sem af er þessu kjörtímabili þá hefur átt sér stað atlaga af hálfu stjórnarflokkanna þriggja gegn sjálfstætt starfandi sérfræðingum og frjálsum félagasamtökum í heilbrigðiskerfinu. Nú er komin upp á yfirborðið ákveðin birtingarmynd þess að þetta stríð er orðið hættulegt heilsu kvenna. Það er þannig að snemma árs 2019 tók heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að flytja greiningar frá Krabbameinsfélaginu, annars vegar hvað varðar brjóstakrabbamein og hins vegar leghálsakrabbamein til ríkisins. Auðvitað er það þannig að það sem skiptir máli hér er að þessi þjónusta sé í boði, hún sé góð og hún sé aðgengileg öllum konum og öllu fólki. Meðan svo er þá skiptir náttúrlega ekki máli hvort það er ríkið sem að framkvæmir þetta eða aðrir aðilar í gegnum þjónustusamninga við ríkið,“ sagði Hanna Katrín í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sagði það ekkert launungarmál að svo virtist sem það hefði legið gríðarlega mikið á að koma skimunum fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu. „Svo mikið að það var ekki hugað að því hvað tæki við á hinum endanum. Það er að koma upp á yfirborðið núna þegar það kemur í ljós að 2000 konur sem hafa farið í sýnatöku og strok í góðri trú og haldið að það væri verið að vinna við þeirra mál, þá hefur þetta legið í kössum núna í á þriðja mánuð. Ennþá er verið að huga að af hálfu ríkisins, af hálfu heilsugæslunnar, að einhverjum samningaviðræðum við erlenda aðila til að greina þessi sýni.“ Hún sagði almenna skynsemi segja manni að auðvitað væri ódýrara að greina sýnin hér fyrst bæði væru til tæki og mannskapur. „Fyrir utan að það hlýtur að vera ákveðin áhætta í því að flytja svona viðkvæm sýni á milli landa, það eru fleiri milliliðir og það getur allur fjárinn gerst,“ sagði Hanna Katrín. Rætt var við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um málið í fréttum RÚV á laugardag. Hún sagði það fyrirkomulag sem verið væri að koma á laggirnar verða mjög gott. Hún treysti því að greiningar á leghálssýnum verði komnar í viðunandi horf innan tíðar og kvaðst telja að heilsugæslan væri algjörlega tilbúin til þess að taka við skimununum. Heilbrigðismál Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því á föstudag að tvö þúsund leghálssýni hefðu legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Kom fram að vonir stæðu til þess að hægt yrði að senda sýnin í greiningu fljótlega í þessari viku en heilsugæslan tók við skimununum fyrir leghálskrabbameini um áramót. Ástæðan fyrir því að sýnin hafa ekki verið greind síðan í byrjun nóvember er skortur á samningum við rannsóknarstofu í Danmörku sem mun halda utan um greininguna. Ákveðið var að leita út fyrir landsteinana þegar ljóst var að Landspítali hefði ekki burði til að sinna greiningunum. Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg, sagði við fréttastofu á föstudag að samningar hefðu tekist við rannsóknarstofuna akkúrat þann dag. Vonir stæðu til að samningar yrðu undirritaðir í þessari viku. Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, sagði í samtali við RÚV um helgina að þessi langa bið væri ógn við heilsu kvenna. Hanna Katrín furðar sig á málinu og setur spurningamerki við það hvers vegna verið sé að senda sýnin til útlanda þegar bæði tæki og mannskapur séu til staðar hér á landi. Þá segist hún til að mynda ganga út frá því að skimunin verði nú dýrari þar sem flytja eigi sýnin til útlanda. Hún segir málið illskiljanlegt. „Það er þannig og svo ég segi það bara hreint út að það sem af er þessu kjörtímabili þá hefur átt sér stað atlaga af hálfu stjórnarflokkanna þriggja gegn sjálfstætt starfandi sérfræðingum og frjálsum félagasamtökum í heilbrigðiskerfinu. Nú er komin upp á yfirborðið ákveðin birtingarmynd þess að þetta stríð er orðið hættulegt heilsu kvenna. Það er þannig að snemma árs 2019 tók heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að flytja greiningar frá Krabbameinsfélaginu, annars vegar hvað varðar brjóstakrabbamein og hins vegar leghálsakrabbamein til ríkisins. Auðvitað er það þannig að það sem skiptir máli hér er að þessi þjónusta sé í boði, hún sé góð og hún sé aðgengileg öllum konum og öllu fólki. Meðan svo er þá skiptir náttúrlega ekki máli hvort það er ríkið sem að framkvæmir þetta eða aðrir aðilar í gegnum þjónustusamninga við ríkið,“ sagði Hanna Katrín í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sagði það ekkert launungarmál að svo virtist sem það hefði legið gríðarlega mikið á að koma skimunum fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu. „Svo mikið að það var ekki hugað að því hvað tæki við á hinum endanum. Það er að koma upp á yfirborðið núna þegar það kemur í ljós að 2000 konur sem hafa farið í sýnatöku og strok í góðri trú og haldið að það væri verið að vinna við þeirra mál, þá hefur þetta legið í kössum núna í á þriðja mánuð. Ennþá er verið að huga að af hálfu ríkisins, af hálfu heilsugæslunnar, að einhverjum samningaviðræðum við erlenda aðila til að greina þessi sýni.“ Hún sagði almenna skynsemi segja manni að auðvitað væri ódýrara að greina sýnin hér fyrst bæði væru til tæki og mannskapur. „Fyrir utan að það hlýtur að vera ákveðin áhætta í því að flytja svona viðkvæm sýni á milli landa, það eru fleiri milliliðir og það getur allur fjárinn gerst,“ sagði Hanna Katrín. Rætt var við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um málið í fréttum RÚV á laugardag. Hún sagði það fyrirkomulag sem verið væri að koma á laggirnar verða mjög gott. Hún treysti því að greiningar á leghálssýnum verði komnar í viðunandi horf innan tíðar og kvaðst telja að heilsugæslan væri algjörlega tilbúin til þess að taka við skimununum.
Heilbrigðismál Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira