Clattenburg: Hann flautaði of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 11:31 Sadio Mane var sloppinn einn í gegn eftir frábæra sendingu Thiago þegar dómarinn flautaði til hálfleiks. Getty/Andrew Powell/ Umdeildasta flautið í stórleik Liverpool og Manchester United var eflaust þegar Paul Tierney flautaði til hálfleiks þegar framherji Liverpool var að sleppa í gegnum vörn United. Liverpool hefur ekki gengið vel að skapa sér færi að undanförnu og því var það svekkjandi fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins þegar algjört dauðafæri var tekið af Sadio Mane í markalausa jafnteflinu á móti Manchester United á Anfield um helgina. Mark Clattenburg, fyrrum afburðardómari í ensku úrvalsdeildinni og hjá FIFA, hefur nú gefið út sinn dóm á ákvörðun fyrrum kollega síns. Former Premier League referee Mark Clattenburg has admitted play shouldn't have been stopped early, but he knows why it was... https://t.co/5uX9QWmneO— SPORTbible (@sportbible) January 19, 2021 Clattenburg tók atvikið fyrir í dómarapistli sínum í Daily Mail. Hann viðurkennir þar að dómarinn hafi flautað of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United. Paul Tierney bætti að minnsta kosti einni mínútu við fyrri hálfleikinn en flautaði af þegar 45:54 voru á klukkunni. Þá hafði Thiago átt frábæra sendingu inn fyrir á Sadio Mane sem var sloppinn í gegnum vörn Manchester United. Sadio Mane was onside and through on goal... and then the referee decided to blow for half time! With five seconds left on the clock... https://t.co/35h6xRynUR— SPORTbible (@sportbible) January 17, 2021 „Hann vildi enda leikinn þegar boltinn var á hlutlausum stað eins og vaninn er hjá dómurum,“ byrjaði Mark Clattenburg en hélt svo áfram: „Vandamálið var það að á sekúndubroti hafði Liverpool liðið spilað boltanum inn fyrir og Sadio Mane var sloppinn i gegn. Tierney hefði átt að bíða þar til öll uppbótarmínútan var liðin,“ skrifaði Clattenburg. „Það hjálpaði honum að Mane og varnarmaðurinn Victor Lindelof hættu þá að spila þannig að við vitum ekki hvað hefði gerst. Ég vil samt ekki gagnrýna Tierney fyrir þetta atvik. Hann átti mjög góðan leik. Það er bara synd að það var ekki meiri ákefð í leiknum,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg explains what Paul Tierney should have done with early Sadio Mane whistlehttps://t.co/7FBAylq2ZL— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 18, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi flautið eftir leikinn og sagði að leikmenn liðsins hafi ekki verið ánægðir. „Eins og þú getur ímyndað þér þá vorum við ekki sáttir við þetta,“ sagði Jordan Henderson. „Furðulegt, mjög furðulegt. Hann var sloppinn í gegn ef hann hefði ekki flautað. Það var nægur tími eftir af leiknum fyrir okkur til að skora mark en okkur skorti gæði á síðasta þriðjungnum,“ sagði Henderson. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Liverpool hefur ekki gengið vel að skapa sér færi að undanförnu og því var það svekkjandi fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins þegar algjört dauðafæri var tekið af Sadio Mane í markalausa jafnteflinu á móti Manchester United á Anfield um helgina. Mark Clattenburg, fyrrum afburðardómari í ensku úrvalsdeildinni og hjá FIFA, hefur nú gefið út sinn dóm á ákvörðun fyrrum kollega síns. Former Premier League referee Mark Clattenburg has admitted play shouldn't have been stopped early, but he knows why it was... https://t.co/5uX9QWmneO— SPORTbible (@sportbible) January 19, 2021 Clattenburg tók atvikið fyrir í dómarapistli sínum í Daily Mail. Hann viðurkennir þar að dómarinn hafi flautað of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United. Paul Tierney bætti að minnsta kosti einni mínútu við fyrri hálfleikinn en flautaði af þegar 45:54 voru á klukkunni. Þá hafði Thiago átt frábæra sendingu inn fyrir á Sadio Mane sem var sloppinn í gegnum vörn Manchester United. Sadio Mane was onside and through on goal... and then the referee decided to blow for half time! With five seconds left on the clock... https://t.co/35h6xRynUR— SPORTbible (@sportbible) January 17, 2021 „Hann vildi enda leikinn þegar boltinn var á hlutlausum stað eins og vaninn er hjá dómurum,“ byrjaði Mark Clattenburg en hélt svo áfram: „Vandamálið var það að á sekúndubroti hafði Liverpool liðið spilað boltanum inn fyrir og Sadio Mane var sloppinn i gegn. Tierney hefði átt að bíða þar til öll uppbótarmínútan var liðin,“ skrifaði Clattenburg. „Það hjálpaði honum að Mane og varnarmaðurinn Victor Lindelof hættu þá að spila þannig að við vitum ekki hvað hefði gerst. Ég vil samt ekki gagnrýna Tierney fyrir þetta atvik. Hann átti mjög góðan leik. Það er bara synd að það var ekki meiri ákefð í leiknum,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg explains what Paul Tierney should have done with early Sadio Mane whistlehttps://t.co/7FBAylq2ZL— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 18, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi flautið eftir leikinn og sagði að leikmenn liðsins hafi ekki verið ánægðir. „Eins og þú getur ímyndað þér þá vorum við ekki sáttir við þetta,“ sagði Jordan Henderson. „Furðulegt, mjög furðulegt. Hann var sloppinn í gegn ef hann hefði ekki flautað. Það var nægur tími eftir af leiknum fyrir okkur til að skora mark en okkur skorti gæði á síðasta þriðjungnum,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira