Stefnir í sex milljarða afkomu Arion banka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2021 15:47 Uppgjör fjórða ársfjórðungs mun liggja fyrir þann 12. febrúar. Vísir/Vilhelm Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 6 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 12 prósent. Afkoman er umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila og hærri en á undangengum ársfjórðungum. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallar. „Afkoma áframhaldandi starfsemi nam um 8 milljörðum króna á fjórðungnum og þróast heilt yfir með mjög jákvæðum hætti, hvort sem hún er borin saman við þriðja ársfjórðung þessa árs eða fjórða ársfjórðung 2019. Fjármunatekjur og tekjur af fjárfestingareignum eru sérlega góðar á fjórðungnum eða sem nemur samtals um 2,8 milljörðum króna og hreinar niðurfærslur eru litlar sem engar. Á móti kemur að neikvæð áhrif af eignum til sölu nema ríflega 2 milljörðum króna og vegur þar þyngst niðurfærsla á eignum í Stakksbergi ehf,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að uppgjörið fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs sé enn í vinnslu og endurskoðun ekki lokið. Því kunni það að taka breytingum fram að birtingardegi þann 10. febrúar næstkomandi. „Rétt er að taka fram að áfram er óvissa í starfsumhverfi bankans og þá fyrst og fremst tengd þróun COVID-19 faraldursins og þeim áhrifum sem faraldurinn kann að hafa á íslenskt efnahagslíf. Sú óvissa snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans svo sem útlánasafns og verðbréfastöðu. Fjárhagslegur styrkur Arion banka er varðar eigið fé og lausafé er áfram mjög mikill sem auðveldar bankanum að takast á við þessar óvenjulegu aðstæður.“ Íslenskir bankar Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallar. „Afkoma áframhaldandi starfsemi nam um 8 milljörðum króna á fjórðungnum og þróast heilt yfir með mjög jákvæðum hætti, hvort sem hún er borin saman við þriðja ársfjórðung þessa árs eða fjórða ársfjórðung 2019. Fjármunatekjur og tekjur af fjárfestingareignum eru sérlega góðar á fjórðungnum eða sem nemur samtals um 2,8 milljörðum króna og hreinar niðurfærslur eru litlar sem engar. Á móti kemur að neikvæð áhrif af eignum til sölu nema ríflega 2 milljörðum króna og vegur þar þyngst niðurfærsla á eignum í Stakksbergi ehf,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að uppgjörið fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs sé enn í vinnslu og endurskoðun ekki lokið. Því kunni það að taka breytingum fram að birtingardegi þann 10. febrúar næstkomandi. „Rétt er að taka fram að áfram er óvissa í starfsumhverfi bankans og þá fyrst og fremst tengd þróun COVID-19 faraldursins og þeim áhrifum sem faraldurinn kann að hafa á íslenskt efnahagslíf. Sú óvissa snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans svo sem útlánasafns og verðbréfastöðu. Fjárhagslegur styrkur Arion banka er varðar eigið fé og lausafé er áfram mjög mikill sem auðveldar bankanum að takast á við þessar óvenjulegu aðstæður.“
Íslenskir bankar Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira