Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2021 12:21 Staðsetning leitarskipanna í hádeginu í dag. Hvítur er Polar Amaroq, bleikur Ásgrímur Halldórsson og blár Bjarni Ólafsson. Hafrannsóknastofnun Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. Það var á laugardag sem togveiðiskip tilkynntu um loðnu í kantinum út af miðjum Austfjörðum. Uppsjávarveiðiskipið Víkingur AK 100 var þá á leið til löndunar á Vopnafirði af kolmunnamiðum og var ákveðið að hann færi yfir svæðið. Staðfesti áhöfn Víkings að þarna væri loðna í einhverju magni „..sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrirhugaðar leiðarlínur skipanna þriggja þar sem rauða línan er ætluð Bjarna Ólafssyni til að afmarka dreifinguna.Hafrannsóknastofnun Því var ákveðið að hefja þegar nýjan loðnuleitarleiðangur og voru loðnuskipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Amaroq send til mælinga á svæðið og eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar um borð í hvoru skipi. Þriðja skipið, Bjarni Ólafsson, er jafnframt með í verkefninu og hefur það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að flýta fyrir mælingum en hér má sjá staðsetningu skipanna. Hafrannsóknastofnun segir stefnt á að ná mælingu þarna á næstu dögum og fá meðal annars mat á hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mælingar frá því í byrjun janúar eða hvort þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langanesi á þeim tíma og gengið hafi þetta langt í suður síðan þá. Framhald þessara mælinga fyrir austan verður metið á næstu dögum með tilliti til veðurs og loðnumagns á svæðinu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Það var á laugardag sem togveiðiskip tilkynntu um loðnu í kantinum út af miðjum Austfjörðum. Uppsjávarveiðiskipið Víkingur AK 100 var þá á leið til löndunar á Vopnafirði af kolmunnamiðum og var ákveðið að hann færi yfir svæðið. Staðfesti áhöfn Víkings að þarna væri loðna í einhverju magni „..sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrirhugaðar leiðarlínur skipanna þriggja þar sem rauða línan er ætluð Bjarna Ólafssyni til að afmarka dreifinguna.Hafrannsóknastofnun Því var ákveðið að hefja þegar nýjan loðnuleitarleiðangur og voru loðnuskipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Amaroq send til mælinga á svæðið og eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar um borð í hvoru skipi. Þriðja skipið, Bjarni Ólafsson, er jafnframt með í verkefninu og hefur það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að flýta fyrir mælingum en hér má sjá staðsetningu skipanna. Hafrannsóknastofnun segir stefnt á að ná mælingu þarna á næstu dögum og fá meðal annars mat á hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mælingar frá því í byrjun janúar eða hvort þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langanesi á þeim tíma og gengið hafi þetta langt í suður síðan þá. Framhald þessara mælinga fyrir austan verður metið á næstu dögum með tilliti til veðurs og loðnumagns á svæðinu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38
Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37