Aron Einar sagði söguna af húðflúrinu svakalega í viðtali við heimasíðu FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 11:00 Aron Einar Gunnarsson er í stóru viðtali á heimasíðu FIFA. Getty/Stuart Franklin Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var tekinn í stórt viðtal á heimasíðu FIFA á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars fortíð og framtíð landsliðsins sem nú er á ákveðnum tímamótum. Blaðamaður hjá heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fer í upphafi greinarinnar yfir sögu Arons Einars sem varð fyrirliði íslenska landsliðsins aðeins 23 ára gamall. Hann er líka búinn að leiða íslenska landsliðið inn á tvö stórmót þar á meðal HM í Rússlandi 2018. Heimir Hallgrímsson hrósar líka Aroni Einari í upphafi greinarinnar en auk áranna í landsliðinu þá hafa þeir verið saman hjá Al Arabi í Katar undanfarin tvö ár. „Hann er lifandi dæmi um okkar gildi og það sem við viljum standa fyrir. Hann er það inn á vellinum þar sem hann stjórnar leik liðsins en líka utan hans þar sem er alvöru fyrirmynd um það hvernig menn eiga að styðja við bakið á hverjum öðrum. Ofan á þetta allt þá er hann bara mjög góður fótboltamaður,“ sagði Heimir Hallgrímsson í greininni. Aron Einar ræðir lífið og fótboltann í Katar þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Hann er líka spurður út í komandi heimsmeistaramót sem fer einmitt fram í Katar árið 2022. Aron Einar er líka spurður út í Erik Hamrén og hvað hafi klikkaði í undankeppni EM. „Erik var mjög óheppinn með öll meiðsli leikmanna. Við vorum án fullt af lykilmanna á meðan hann var þjálfari liðsins. Við vorum samt svo nálægt því að komast á EM þar sem við töpuðum á lokamínútunni í umspilinu. Það var mjög erfitt að sætta sig við það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Iceland's troubles & #WorldCup hopes Wonder goals & life in Qatar Marking Messi in Russia That amazing back tattoo Aron Gunnarsson speaks about all this and more in an exclusive interview@ronnimall | @footballiceland | @alarabi_club https://t.co/yQZ6XklYHd pic.twitter.com/9IbXuwpkV9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 14, 2021 Aron Einar segir að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen séu núna teknir við þjálfun landsliðsins. „Nú erum við komnir með nýja þjálfara og ég held að við eigum alvöru möguleika á því að komast upp úr okkar undanriðli í undankeppni HM. Þýskaland er þarna og er sigurstranglegasta liðið í riðlinum en svo er það við, Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein. Ég er vongóður um að við stöndum okkur vel og strákarnir eru staðráðnir að komast aftur á HM. Það eru líka frekar margir leikmenn komnir yfir þrítugt núna og við vitum að þetta verður líka okkar síðasta tækifæri,“ sagði Aron Einar. Blaðamaður FIFA spurði Aron Einar líka út í húðflúrið svakalega á bakinu en þar nær skjaldarmerki Íslands yfir allt bakið hans. „Það skiptir mig miklu máli að spila fyrir Ísland. Það er eitthvað sérstakt að koma fram fyrir lönd lítillar þjóðar. Þér finnst þú vera litli gæinn sem þarf að berjast af meiri krafti en hinir,“ sagði Aron Einar og hélt áfram. „Í sambandi við húðflúrið þá vildi ég gera eitthvað sérstakt og þýðingarmikið eftir Evrópumótið 2016. Það var íslenskur maður sem gerði þetta fyrir mig. Hann kom fjórum sinnum til Cardiff og vann við þetta í tvo daga í senn í hvert skipti sem hann kom,“ sagði Aron. „Einu sinni var hann að í sjö tíma samfellt. Þegar ég bar þessa hugmynd fyrir hann þá sagði hann: Ertu viss? Því íslensku fánaliturinn mun ná yfir hrygginn og þú munt finna mikið til,“ sagði Aron Einar. „Ég get líka viðurkennt það að hann var ekki að ljúga,“ sagði Aron Einar hlæjandi. „Þetta var bara eitthvað sem mig langaði virkilega að gera og ég sé ekki eftir því í dag,“ sagði Aron Einar en það má finna allt viðtalið við hann hér. HM 2022 í Katar Húðflúr Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira
Blaðamaður hjá heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fer í upphafi greinarinnar yfir sögu Arons Einars sem varð fyrirliði íslenska landsliðsins aðeins 23 ára gamall. Hann er líka búinn að leiða íslenska landsliðið inn á tvö stórmót þar á meðal HM í Rússlandi 2018. Heimir Hallgrímsson hrósar líka Aroni Einari í upphafi greinarinnar en auk áranna í landsliðinu þá hafa þeir verið saman hjá Al Arabi í Katar undanfarin tvö ár. „Hann er lifandi dæmi um okkar gildi og það sem við viljum standa fyrir. Hann er það inn á vellinum þar sem hann stjórnar leik liðsins en líka utan hans þar sem er alvöru fyrirmynd um það hvernig menn eiga að styðja við bakið á hverjum öðrum. Ofan á þetta allt þá er hann bara mjög góður fótboltamaður,“ sagði Heimir Hallgrímsson í greininni. Aron Einar ræðir lífið og fótboltann í Katar þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Hann er líka spurður út í komandi heimsmeistaramót sem fer einmitt fram í Katar árið 2022. Aron Einar er líka spurður út í Erik Hamrén og hvað hafi klikkaði í undankeppni EM. „Erik var mjög óheppinn með öll meiðsli leikmanna. Við vorum án fullt af lykilmanna á meðan hann var þjálfari liðsins. Við vorum samt svo nálægt því að komast á EM þar sem við töpuðum á lokamínútunni í umspilinu. Það var mjög erfitt að sætta sig við það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Iceland's troubles & #WorldCup hopes Wonder goals & life in Qatar Marking Messi in Russia That amazing back tattoo Aron Gunnarsson speaks about all this and more in an exclusive interview@ronnimall | @footballiceland | @alarabi_club https://t.co/yQZ6XklYHd pic.twitter.com/9IbXuwpkV9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 14, 2021 Aron Einar segir að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen séu núna teknir við þjálfun landsliðsins. „Nú erum við komnir með nýja þjálfara og ég held að við eigum alvöru möguleika á því að komast upp úr okkar undanriðli í undankeppni HM. Þýskaland er þarna og er sigurstranglegasta liðið í riðlinum en svo er það við, Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein. Ég er vongóður um að við stöndum okkur vel og strákarnir eru staðráðnir að komast aftur á HM. Það eru líka frekar margir leikmenn komnir yfir þrítugt núna og við vitum að þetta verður líka okkar síðasta tækifæri,“ sagði Aron Einar. Blaðamaður FIFA spurði Aron Einar líka út í húðflúrið svakalega á bakinu en þar nær skjaldarmerki Íslands yfir allt bakið hans. „Það skiptir mig miklu máli að spila fyrir Ísland. Það er eitthvað sérstakt að koma fram fyrir lönd lítillar þjóðar. Þér finnst þú vera litli gæinn sem þarf að berjast af meiri krafti en hinir,“ sagði Aron Einar og hélt áfram. „Í sambandi við húðflúrið þá vildi ég gera eitthvað sérstakt og þýðingarmikið eftir Evrópumótið 2016. Það var íslenskur maður sem gerði þetta fyrir mig. Hann kom fjórum sinnum til Cardiff og vann við þetta í tvo daga í senn í hvert skipti sem hann kom,“ sagði Aron. „Einu sinni var hann að í sjö tíma samfellt. Þegar ég bar þessa hugmynd fyrir hann þá sagði hann: Ertu viss? Því íslensku fánaliturinn mun ná yfir hrygginn og þú munt finna mikið til,“ sagði Aron Einar. „Ég get líka viðurkennt það að hann var ekki að ljúga,“ sagði Aron Einar hlæjandi. „Þetta var bara eitthvað sem mig langaði virkilega að gera og ég sé ekki eftir því í dag,“ sagði Aron Einar en það má finna allt viðtalið við hann hér.
HM 2022 í Katar Húðflúr Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira