Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2021 06:31 Nikolaj Jacobsen er þjálfari heimsmeistara Dana. Jan Christensen/Getty Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. Kórónuveiran og áhrif hennar hafa verið mikið til umræðu í Egyptalandi. Mörg félög hafa verið gagnrýnd fyrir að fara ekki eftir reglum og önnur félög hafa kvartað yfir því að mótshaldarar og IHF séu ekki með allt sitt upp á tíu. Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er ekkert sérstaklega hrifinn af því hvernig umgengnin væri á hóteli Dana. Þeir gista ekki á sama hóteli og íslenska liðið. Það danska gistir á Hotel Marriott í Kairó. „Það eru reglulega brotnar reglur af öðrum liðum, já. Svo lengi sem við höldum okkur upp á okkar hæð þá finnst okkur við vera nokkuð öruggir. Það er verra þegar maður byrjar að hreyfa sig um hótelið,“ sagði Nikolaj. Er hann var beðinn um að fara nánar út í hvað væri að svaraði hann: „Ég held að það séu nokkur lið sem hafa ekki fengið nægilega margar grímur,“ sagði hann og hló. „Það eru heldur ekki öll lið sem hafa lesið reglurnar um fjarlægðartakmörk, þegar maður er í morgunmat. Það eru líklega einhverjir sem hafa lesið tíu sentímetrar og einhverjir meter.“ Corona-problemerne fortsætter i Kairo. Nikolaj Jacobsen bliver 'irriteret' og 'lidt utryg', når han går rundt i VM-boblen. Og så fortæller han, at flere af de andre landshold ikke overholder reglerne. Mere her: https://t.co/VPagNRot3J #hndbld #Egypt2021 #Handball— Søren Paaske (@spaaske) January 16, 2021 Hann segir þó að það séu einhverjar jákvæðar fréttir af hótelinu. „Við höfum það gott á fimmtu hæðinni. Við erum með frábært fundarherbergi og annað herbergi þar sem leikmennirnir geta verið saman. Síðan eru herbergin góð og ef við gætum bara verið hérna uppi, þá væri það mjög fínt.“ „En þegar maður fer og labbar um hótelið verður maður pirraður og órólegur og það er ástæðan fyrir því að við höfum sagt að við reynum að vera sem mest á hæðinni hjá okkur. Mínar stærstu áhyggjur eru í matsalnum,“ sagði ríkjandi heimsmeistarinn. Danir hafa titil að verja en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum í Egyptalandi. Þeir eru taldir einna líklegastir til þess að vinna mótið. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Kórónuveiran og áhrif hennar hafa verið mikið til umræðu í Egyptalandi. Mörg félög hafa verið gagnrýnd fyrir að fara ekki eftir reglum og önnur félög hafa kvartað yfir því að mótshaldarar og IHF séu ekki með allt sitt upp á tíu. Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er ekkert sérstaklega hrifinn af því hvernig umgengnin væri á hóteli Dana. Þeir gista ekki á sama hóteli og íslenska liðið. Það danska gistir á Hotel Marriott í Kairó. „Það eru reglulega brotnar reglur af öðrum liðum, já. Svo lengi sem við höldum okkur upp á okkar hæð þá finnst okkur við vera nokkuð öruggir. Það er verra þegar maður byrjar að hreyfa sig um hótelið,“ sagði Nikolaj. Er hann var beðinn um að fara nánar út í hvað væri að svaraði hann: „Ég held að það séu nokkur lið sem hafa ekki fengið nægilega margar grímur,“ sagði hann og hló. „Það eru heldur ekki öll lið sem hafa lesið reglurnar um fjarlægðartakmörk, þegar maður er í morgunmat. Það eru líklega einhverjir sem hafa lesið tíu sentímetrar og einhverjir meter.“ Corona-problemerne fortsætter i Kairo. Nikolaj Jacobsen bliver 'irriteret' og 'lidt utryg', når han går rundt i VM-boblen. Og så fortæller han, at flere af de andre landshold ikke overholder reglerne. Mere her: https://t.co/VPagNRot3J #hndbld #Egypt2021 #Handball— Søren Paaske (@spaaske) January 16, 2021 Hann segir þó að það séu einhverjar jákvæðar fréttir af hótelinu. „Við höfum það gott á fimmtu hæðinni. Við erum með frábært fundarherbergi og annað herbergi þar sem leikmennirnir geta verið saman. Síðan eru herbergin góð og ef við gætum bara verið hérna uppi, þá væri það mjög fínt.“ „En þegar maður fer og labbar um hótelið verður maður pirraður og órólegur og það er ástæðan fyrir því að við höfum sagt að við reynum að vera sem mest á hæðinni hjá okkur. Mínar stærstu áhyggjur eru í matsalnum,“ sagði ríkjandi heimsmeistarinn. Danir hafa titil að verja en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum í Egyptalandi. Þeir eru taldir einna líklegastir til þess að vinna mótið.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. 15. janúar 2021 08:00
Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00