Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 13:32 Þorgerður Anna Atladóttir og Sunneva Einarsdóttir verða í góðum gír í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir nýtt upphaf Olís-deildarinnar. Þátturinn er í kvöld kl. 20 á Stöð 2 Sport 3. Stöð 2 Sport Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. Sunneva greindi frá tíðindunum í þættinum sem tekinn var upp í vikunni og verður sýndur kl. 20 í kvöld á Stöð 2 Sport 3. Brot úr honum má sjá hér að neðan. Keppni í Olís-deildinni hefst svo á morgun, meðal annars með stórleik Fram og ÍBV sem sýndur verður á Stöð 2 Sport. Það verður að koma í ljós hvort Stella, sem var ein albesta handknattleikskona landsins, spili þar sinn fyrsta leik í tæplega sjö ár. „Við skulum alveg halda því til haga að hún er að koma aftur eftir allsvakaleg höfuðmeiðsli þannig að hún er ekkert í byrjunarliðinu eða neitt, en hún er byrjuð að mæta á æfingar. Mögulega getur Stebbi [Stefán Arnarson, þjálfari Fram] nýtt hana eitthvað í þristinum eða einhvern veginn í vörninni og þá er það mjög jákvætt fyrir Fram. Svo er aldrei að vita hvað verður,“ sagði Sunneva. „Í minningunni er hún þannig leikmaður að þetta eru náttúrulega risafréttir, en ef við hugsum þetta aðeins þá er auðvitað rosalega langt síðan að hún spilaði handbolta,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi, og þær Þorgerður Anna Atladóttir og Sunneva tóku undir það. „Hún hætti út af höfuðhöggi og varð mjög veik, og hefur svo eignast tvö börn síðan þá. Það er því enginn að setja pressu á hana. Hún er alla vega byrjuð að æfa og svo ætlar hún að sjá hvað verður. En ef að Stella kemst í sitt gamla form, eða eitthvað nálægt því, þá er þetta „huge“,“ sagði Sunneva. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Stellu Sigurðar Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Sunneva greindi frá tíðindunum í þættinum sem tekinn var upp í vikunni og verður sýndur kl. 20 í kvöld á Stöð 2 Sport 3. Brot úr honum má sjá hér að neðan. Keppni í Olís-deildinni hefst svo á morgun, meðal annars með stórleik Fram og ÍBV sem sýndur verður á Stöð 2 Sport. Það verður að koma í ljós hvort Stella, sem var ein albesta handknattleikskona landsins, spili þar sinn fyrsta leik í tæplega sjö ár. „Við skulum alveg halda því til haga að hún er að koma aftur eftir allsvakaleg höfuðmeiðsli þannig að hún er ekkert í byrjunarliðinu eða neitt, en hún er byrjuð að mæta á æfingar. Mögulega getur Stebbi [Stefán Arnarson, þjálfari Fram] nýtt hana eitthvað í þristinum eða einhvern veginn í vörninni og þá er það mjög jákvætt fyrir Fram. Svo er aldrei að vita hvað verður,“ sagði Sunneva. „Í minningunni er hún þannig leikmaður að þetta eru náttúrulega risafréttir, en ef við hugsum þetta aðeins þá er auðvitað rosalega langt síðan að hún spilaði handbolta,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi, og þær Þorgerður Anna Atladóttir og Sunneva tóku undir það. „Hún hætti út af höfuðhöggi og varð mjög veik, og hefur svo eignast tvö börn síðan þá. Það er því enginn að setja pressu á hana. Hún er alla vega byrjuð að æfa og svo ætlar hún að sjá hvað verður. En ef að Stella kemst í sitt gamla form, eða eitthvað nálægt því, þá er þetta „huge“,“ sagði Sunneva. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Stellu Sigurðar
Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira