Ekki gefið að fyrirtæki geti skikkað alla í vímuefnapróf Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:01 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti skikkað allt sitt starfsfólk í skimun fyrir áfengi og fíkniefnum. Icelandair ætlar að taka slíka skimun upp fyrir allt sitt starfsfólk en forstjóri félagsins segir það verða gert í samningum við starfsfólk og stéttarfélög. Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum