Ekki gefið að fyrirtæki geti skikkað alla í vímuefnapróf Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:01 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti skikkað allt sitt starfsfólk í skimun fyrir áfengi og fíkniefnum. Icelandair ætlar að taka slíka skimun upp fyrir allt sitt starfsfólk en forstjóri félagsins segir það verða gert í samningum við starfsfólk og stéttarfélög. Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07