Einn í gæsluvarðhald vegna árásarinnar í Borgarholtsskóla en tveir látnir lausir Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2021 15:57 Sex voru fluttir slasaðir á slysadeild eftir árásina í Borgarholtsskóla í gær. Vísir/vilhelm Einn piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 21. janúar, vegna árásarinnar í Borgarholtsskóla í gær. Dómari féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum piltum vegna árásarinnar og þeir látnir lausir. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á fjórða tímanum. Þar segir að fallist hafi verið á gæsluvarðhald yfir piltinum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þá kemur fram að rannsókn málsins miði vel en ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu. Piltarnir þrír voru handteknir eftir árásina í gær, sem gerð var um hádegisbil. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöldi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sex voru fluttir slasaðir á slysadeild eftir árásina, enginn þó alvarlega særður. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sagði í gær að árásarmenn hafi verið vopnaðir hafnaboltakylfu og hnífum. Um hádegisbil í dag hafði engum verið vikið úr skólanum vegna málsins en yfirferð á myndavélakerfi skólans stóð yfir. Árásin vakti mikla athygli í gær; mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum og þá gengu myndbönd af árásinni manna á milli á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið síðan í gær. Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Tengdar fréttir SÍF fundar með stjórnendum Borgarholtsskóla vegna árásarinnar Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar vopnaða árás sem gerð var í Borgarholtsskóla í gær. 14. janúar 2021 10:59 Enginn handtekinn eftir hópslagsmál við Hólagarð Til átaka kom milli ungra karlmanna við verslunarkjarnann Hólagarð í Breiðholti á fimmta tímanum í dag. Stór rúða á útibúi flatbökukeðjunnar Pizzunnar brotnaði í átökunum. Þá mátti heyra ung börn öskra og gráta í bakgrunni þar sem þau fylgdust með átökunum. 14. janúar 2021 00:31 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á fjórða tímanum. Þar segir að fallist hafi verið á gæsluvarðhald yfir piltinum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þá kemur fram að rannsókn málsins miði vel en ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu. Piltarnir þrír voru handteknir eftir árásina í gær, sem gerð var um hádegisbil. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöldi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sex voru fluttir slasaðir á slysadeild eftir árásina, enginn þó alvarlega særður. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sagði í gær að árásarmenn hafi verið vopnaðir hafnaboltakylfu og hnífum. Um hádegisbil í dag hafði engum verið vikið úr skólanum vegna málsins en yfirferð á myndavélakerfi skólans stóð yfir. Árásin vakti mikla athygli í gær; mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum og þá gengu myndbönd af árásinni manna á milli á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið síðan í gær.
Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Tengdar fréttir SÍF fundar með stjórnendum Borgarholtsskóla vegna árásarinnar Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar vopnaða árás sem gerð var í Borgarholtsskóla í gær. 14. janúar 2021 10:59 Enginn handtekinn eftir hópslagsmál við Hólagarð Til átaka kom milli ungra karlmanna við verslunarkjarnann Hólagarð í Breiðholti á fimmta tímanum í dag. Stór rúða á útibúi flatbökukeðjunnar Pizzunnar brotnaði í átökunum. Þá mátti heyra ung börn öskra og gráta í bakgrunni þar sem þau fylgdust með átökunum. 14. janúar 2021 00:31 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
SÍF fundar með stjórnendum Borgarholtsskóla vegna árásarinnar Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar vopnaða árás sem gerð var í Borgarholtsskóla í gær. 14. janúar 2021 10:59
Enginn handtekinn eftir hópslagsmál við Hólagarð Til átaka kom milli ungra karlmanna við verslunarkjarnann Hólagarð í Breiðholti á fimmta tímanum í dag. Stór rúða á útibúi flatbökukeðjunnar Pizzunnar brotnaði í átökunum. Þá mátti heyra ung börn öskra og gráta í bakgrunni þar sem þau fylgdust með átökunum. 14. janúar 2021 00:31
„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14