Pep Guardiola bað sína menn um að hlaupa minna og allt fór að ganga betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 13:31 Pep Guardiola vildi að leikmennirnir sínir hættu að taka óþarfa hlaup. Getty/Fred Lee Knattspyrnustjórar pressa vanalega á það að leikmenn þeirra hlaupi sem mest inn á vellinum en einn sá besti í boltanum fór aftur á móti í þveröfuga átt á þessu tímabili. Manchester City hélt enn á nýju marki sínu hreinu í gær í 1-0 sigri á Brighton & Hove Albion og stigin þrjú færði liðið enn nærri toppliðum deildarinnar. Manchester City hefur nú unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og sjö leiki í röð í öllum keppnum en liðið er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar auk þess að eiga leik inni á efstu tvö liðin. The surprising key to Manchester City's turnaround, according to Pep Guardiola yesterday: The only difference is we run less. We were running too much to play football you have to run much less. Story on this from last week: https://t.co/NnQaEtduGX— Joshua Robinson (@JoshRobinson23) January 13, 2021 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur fundið rétta leikskipulagið og réttu mennina til að loka vörn liðsins enda fær City liðið varla á sig mark þessa dagana. Blaðamenn spurðu Guardiola hvað hafi verið lykillinn að betri árangri liðsins á undanförnu og svar Spánverjans kom eflaust mörgum þeirra á óvart. „Aðalmunurinn er að við hlaupum minna. Við vorum að hlaupa of mikið í okkar leik. Þegar þú spilar fótbolta þá verður þú að ganga meira og hlaupa minna,“ sagði Pep Guardiola. „Þú verður vissulega að hlaupa án boltans en með boltann þá verður þú að halda betur stöðu og leyfa boltanum að ferðast frekar en þú sjálfur. Við höfum bætt okkur í þessu í þessum leikum,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola says running less is secret to Manchester City's surge in form, writes @RichJollyhttps://t.co/1QlqlmJpAN— The National Sport (@NatSportUAE) January 13, 2021 Pep Guardiola sagði jafnframt að liðið hafi tapað á því í byrjun tímabilsins að fá alltof lítið undirbúningstímabil. „Leikmennirnir mínir þurftu tíma til að komast í sitt besta form eftir að hafa ekki fengið neitt undirbúningstímabil,“ sagði Guardiola og nú er aftur farið að tala um Manchester City liðið sem meistaraefni. „Það er eðlilegt eftir góð úrslit og góða frammistöðu að fólk sjái það fyrir sér á ný að við getum gert það sem við gerðum áður. Við viljum halda því áfram,“ sagði Pep Guardiola. Phil Foden is now Manchester City's top goalscorer of the season with 8 goals in all competitions pic.twitter.com/8uYBRtEJCc— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Manchester City hélt enn á nýju marki sínu hreinu í gær í 1-0 sigri á Brighton & Hove Albion og stigin þrjú færði liðið enn nærri toppliðum deildarinnar. Manchester City hefur nú unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og sjö leiki í röð í öllum keppnum en liðið er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar auk þess að eiga leik inni á efstu tvö liðin. The surprising key to Manchester City's turnaround, according to Pep Guardiola yesterday: The only difference is we run less. We were running too much to play football you have to run much less. Story on this from last week: https://t.co/NnQaEtduGX— Joshua Robinson (@JoshRobinson23) January 13, 2021 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur fundið rétta leikskipulagið og réttu mennina til að loka vörn liðsins enda fær City liðið varla á sig mark þessa dagana. Blaðamenn spurðu Guardiola hvað hafi verið lykillinn að betri árangri liðsins á undanförnu og svar Spánverjans kom eflaust mörgum þeirra á óvart. „Aðalmunurinn er að við hlaupum minna. Við vorum að hlaupa of mikið í okkar leik. Þegar þú spilar fótbolta þá verður þú að ganga meira og hlaupa minna,“ sagði Pep Guardiola. „Þú verður vissulega að hlaupa án boltans en með boltann þá verður þú að halda betur stöðu og leyfa boltanum að ferðast frekar en þú sjálfur. Við höfum bætt okkur í þessu í þessum leikum,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola says running less is secret to Manchester City's surge in form, writes @RichJollyhttps://t.co/1QlqlmJpAN— The National Sport (@NatSportUAE) January 13, 2021 Pep Guardiola sagði jafnframt að liðið hafi tapað á því í byrjun tímabilsins að fá alltof lítið undirbúningstímabil. „Leikmennirnir mínir þurftu tíma til að komast í sitt besta form eftir að hafa ekki fengið neitt undirbúningstímabil,“ sagði Guardiola og nú er aftur farið að tala um Manchester City liðið sem meistaraefni. „Það er eðlilegt eftir góð úrslit og góða frammistöðu að fólk sjái það fyrir sér á ný að við getum gert það sem við gerðum áður. Við viljum halda því áfram,“ sagði Pep Guardiola. Phil Foden is now Manchester City's top goalscorer of the season with 8 goals in all competitions pic.twitter.com/8uYBRtEJCc— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira