Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Sandgerði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 16:50 Þinghald í málinu var lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þinghald í málinu var lokað. Maðurinn var ákærður fyrir manndráp með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Athygli vakti að það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir andlát konunnar að maðurinn var handtekinn. Fram að þeim tíma hafði lögreglu ekki grunað að um saknæman dauðdaga væri að ræða en krufning leiddi annað í ljós. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í apríl en látinn laus í október í ljósi nýrra gagna. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sótti málið, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Hún segir hana hafa verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. Héraðsdómur var fjölskipaður í málinu en tveir héraðsdómarar og einn læknir skipuðu dóminn. Saksóknari fór klukkan 17 fram á áframhaldandi gæsluvarðhald fram að afplánun mannsins. Reikna má fastlega með því að fallist verði á kröfuna. Laus úr varðhald í nóvember Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í október eftir að Landsréttardómarar komust að þeirri niðurstöðu að í ljósi nýrra gagna væru skilyrði fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi ekki fyrir hendi. Saksóknari hafði krafist áframhaldandi varðhalds og vísað til þess að réttarkrufning hefði leitt í ljós að banamein konunnar hefði verið kyrking. Ekkert lægi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Héraðsdómur féllst á áframhaldandi varðhald. Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn sagði hins vegar að mögulegt væri að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Þar kom jafnframt fram að ekki væri unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna væri skilyrði til gæsluvarðhalds ekki lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. RÚV greindi fyrst frá. Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17 Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir manndráp með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Athygli vakti að það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir andlát konunnar að maðurinn var handtekinn. Fram að þeim tíma hafði lögreglu ekki grunað að um saknæman dauðdaga væri að ræða en krufning leiddi annað í ljós. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í apríl en látinn laus í október í ljósi nýrra gagna. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sótti málið, staðfestir niðurstöðuna við Vísi. Hún segir hana hafa verið í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. Héraðsdómur var fjölskipaður í málinu en tveir héraðsdómarar og einn læknir skipuðu dóminn. Saksóknari fór klukkan 17 fram á áframhaldandi gæsluvarðhald fram að afplánun mannsins. Reikna má fastlega með því að fallist verði á kröfuna. Laus úr varðhald í nóvember Manninum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í október eftir að Landsréttardómarar komust að þeirri niðurstöðu að í ljósi nýrra gagna væru skilyrði fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi ekki fyrir hendi. Saksóknari hafði krafist áframhaldandi varðhalds og vísað til þess að réttarkrufning hefði leitt í ljós að banamein konunnar hefði verið kyrking. Ekkert lægi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Héraðsdómur féllst á áframhaldandi varðhald. Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn sagði hins vegar að mögulegt væri að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Þar kom jafnframt fram að ekki væri unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hefði átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna væri skilyrði til gæsluvarðhalds ekki lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. RÚV greindi fyrst frá.
Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17 Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. 16. nóvember 2020 12:17
Ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. 24. júní 2020 13:32