„Hann kveikir í öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 11:01 Elliði Snær Viðarsson kemur boltanum í mark Portúgals í sigrinum góða á sunnudaginn. Vísir/Hulda Margrét Innkoma línumannsins Elliða Snæs Viðarssonar vakti athygli á Ásvöllum í hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið, í stórsigrinum gegn Portúgal í undankeppni EM. Elliði er í 20 manna landsliðshópnum sem mættur er á HM í Egyptalandi þar sem Ísland hefur leik á morgun. „Hann skilaði sínu á báðum endum. Er hann ekki ákveðinn jóker inn í þetta lið?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld. Þjálfarinn Einar Andri Einarsson tók við boltanum: „Elliði er stórkostlegur. Ég var svo heppinn að hafa hann hjá mér í U21-landsliðinu þar sem hann spilaði einmitt þennan varnarleik. Þessi drengur er ótrúlegur karakter. Hann kveikir í öllu, hvar sem hann er, leggur sig allan fram og er líka bara að verða frábær leikmaður. Hann skipti um lið í lok sumars, fór óvænt til Guðjóns Vals hjá Gummersbach, og er búinn að standa sig frábærlega þar. Skora mikið af mörkum. Hann er aukavarnarmaður, gæi sem kveikir neista, gleði og stemningu, og er bara frábær,“ sagði Einar Andri. Frábært að hafa sem flesta Eyjamenn Ágúst Jóhannsson er ekki síður spenntur fyrir Eyjamanninum en benti á að nú væri hann mættur á sitt fyrsta stórmót, stærra svið en hann hefði nokkru sinni spilað á: „Hann kom virkilega öflugur inn í þetta gegn Portúgal og ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik. Svo er þetta Eyjamaður og lætin og orkan í þessum mönnum er bara á einhverju öðru „leveli“. Það er bara frábært að hafa sem flesta Eyjamenn í þessu. Þetta er mjög spennandi leikmaður og hann á klárlega eftir að fá sénsinn þarna úti. En þetta er svolítið annað þegar þú ert mættur á hitt sviðið, en ég hef fulla trú á þessum strák. Hann mun klárlega fá einhver tækifæri og nýta þau vel,“ sagði Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Elliða Snæ HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir (Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Hann skilaði sínu á báðum endum. Er hann ekki ákveðinn jóker inn í þetta lið?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld. Þjálfarinn Einar Andri Einarsson tók við boltanum: „Elliði er stórkostlegur. Ég var svo heppinn að hafa hann hjá mér í U21-landsliðinu þar sem hann spilaði einmitt þennan varnarleik. Þessi drengur er ótrúlegur karakter. Hann kveikir í öllu, hvar sem hann er, leggur sig allan fram og er líka bara að verða frábær leikmaður. Hann skipti um lið í lok sumars, fór óvænt til Guðjóns Vals hjá Gummersbach, og er búinn að standa sig frábærlega þar. Skora mikið af mörkum. Hann er aukavarnarmaður, gæi sem kveikir neista, gleði og stemningu, og er bara frábær,“ sagði Einar Andri. Frábært að hafa sem flesta Eyjamenn Ágúst Jóhannsson er ekki síður spenntur fyrir Eyjamanninum en benti á að nú væri hann mættur á sitt fyrsta stórmót, stærra svið en hann hefði nokkru sinni spilað á: „Hann kom virkilega öflugur inn í þetta gegn Portúgal og ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik. Svo er þetta Eyjamaður og lætin og orkan í þessum mönnum er bara á einhverju öðru „leveli“. Það er bara frábært að hafa sem flesta Eyjamenn í þessu. Þetta er mjög spennandi leikmaður og hann á klárlega eftir að fá sénsinn þarna úti. En þetta er svolítið annað þegar þú ert mættur á hitt sviðið, en ég hef fulla trú á þessum strák. Hann mun klárlega fá einhver tækifæri og nýta þau vel,“ sagði Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Elliða Snæ
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir (Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
(Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01
Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn