„Hann kveikir í öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 11:01 Elliði Snær Viðarsson kemur boltanum í mark Portúgals í sigrinum góða á sunnudaginn. Vísir/Hulda Margrét Innkoma línumannsins Elliða Snæs Viðarssonar vakti athygli á Ásvöllum í hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið, í stórsigrinum gegn Portúgal í undankeppni EM. Elliði er í 20 manna landsliðshópnum sem mættur er á HM í Egyptalandi þar sem Ísland hefur leik á morgun. „Hann skilaði sínu á báðum endum. Er hann ekki ákveðinn jóker inn í þetta lið?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld. Þjálfarinn Einar Andri Einarsson tók við boltanum: „Elliði er stórkostlegur. Ég var svo heppinn að hafa hann hjá mér í U21-landsliðinu þar sem hann spilaði einmitt þennan varnarleik. Þessi drengur er ótrúlegur karakter. Hann kveikir í öllu, hvar sem hann er, leggur sig allan fram og er líka bara að verða frábær leikmaður. Hann skipti um lið í lok sumars, fór óvænt til Guðjóns Vals hjá Gummersbach, og er búinn að standa sig frábærlega þar. Skora mikið af mörkum. Hann er aukavarnarmaður, gæi sem kveikir neista, gleði og stemningu, og er bara frábær,“ sagði Einar Andri. Frábært að hafa sem flesta Eyjamenn Ágúst Jóhannsson er ekki síður spenntur fyrir Eyjamanninum en benti á að nú væri hann mættur á sitt fyrsta stórmót, stærra svið en hann hefði nokkru sinni spilað á: „Hann kom virkilega öflugur inn í þetta gegn Portúgal og ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik. Svo er þetta Eyjamaður og lætin og orkan í þessum mönnum er bara á einhverju öðru „leveli“. Það er bara frábært að hafa sem flesta Eyjamenn í þessu. Þetta er mjög spennandi leikmaður og hann á klárlega eftir að fá sénsinn þarna úti. En þetta er svolítið annað þegar þú ert mættur á hitt sviðið, en ég hef fulla trú á þessum strák. Hann mun klárlega fá einhver tækifæri og nýta þau vel,“ sagði Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Elliða Snæ HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir (Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
„Hann skilaði sínu á báðum endum. Er hann ekki ákveðinn jóker inn í þetta lið?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 Sport í fyrrakvöld. Þjálfarinn Einar Andri Einarsson tók við boltanum: „Elliði er stórkostlegur. Ég var svo heppinn að hafa hann hjá mér í U21-landsliðinu þar sem hann spilaði einmitt þennan varnarleik. Þessi drengur er ótrúlegur karakter. Hann kveikir í öllu, hvar sem hann er, leggur sig allan fram og er líka bara að verða frábær leikmaður. Hann skipti um lið í lok sumars, fór óvænt til Guðjóns Vals hjá Gummersbach, og er búinn að standa sig frábærlega þar. Skora mikið af mörkum. Hann er aukavarnarmaður, gæi sem kveikir neista, gleði og stemningu, og er bara frábær,“ sagði Einar Andri. Frábært að hafa sem flesta Eyjamenn Ágúst Jóhannsson er ekki síður spenntur fyrir Eyjamanninum en benti á að nú væri hann mættur á sitt fyrsta stórmót, stærra svið en hann hefði nokkru sinni spilað á: „Hann kom virkilega öflugur inn í þetta gegn Portúgal og ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik. Svo er þetta Eyjamaður og lætin og orkan í þessum mönnum er bara á einhverju öðru „leveli“. Það er bara frábært að hafa sem flesta Eyjamenn í þessu. Þetta er mjög spennandi leikmaður og hann á klárlega eftir að fá sénsinn þarna úti. En þetta er svolítið annað þegar þú ert mættur á hitt sviðið, en ég hef fulla trú á þessum strák. Hann mun klárlega fá einhver tækifæri og nýta þau vel,“ sagði Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Elliða Snæ
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir (Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
(Líf)línumaðurinn frá Eyjum Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. 12. janúar 2021 10:01
Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48