Einnig verður fjallað áfram um bólusetningar. 1200 skammtar frá Moderna komu til landsins í morgun og forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að gætt verði þess að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana.
Að auki verður fjallað um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum og um górillur sem eru smitaðar af Covid-19 í San Diego.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.