„Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 21:22 Gunnar segir óásættanlegt að sjálfseignarstofnanir sem reka sig á fé frá skattgreiðendum fái að viðhafa ógegnsæi og gera samninga hjúpaða leynd. „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Málið snérist um samning sem Þóra gerði við Óperuna um þátttöku í Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í samningnum var vísað til kjarasamnings milli FÍH og Óperunnar frá 2000 en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að upphæðir í samningnum væru endanlegar og ófrávíkjanlegar, þrátt fyrir aukna yfirvinnu og álag. „Það sem mér finnst dómurinn ekki taka tillit til er þessi aðstöðumunur á aðilum,“ segir Gunnar. „Óperan er alvaldur hér; það eru engar óperur settar upp á landinu nema þarna og fólk sem kemst að er ekki í neinni stöðu til að vera með múður. Þetta er eini atvinnuveitandinn; eina tækifærið.“ Fá ekkert aukreitis þrátt fyrir mikið álag Félagafundur Klassís, félags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, lýsti á dögunum yfir vantrausti á stjórn Íslensku óperunnar og óperustjóra, sem hafa neitað því að eiga í deilum við stéttina. Söngvarar segjast hins vegar búnir að fá nóg af Óperunni; stofnun sem þeir settu á laggirnar og hafi notið velvildar þeirra þegar kemur að kaupi og kjörum. Og það eru ekki bara launamálin sem eru deilt er um, heldur hefur Óperan einnig verið gagnrýnd fyrir ógegnsæi og að takmarkaða aðkomu listamanna að stjórnun stofnunarinnar. Í umræddum dómi er komist að þeirri niðurstöðu að samningurinn milli Þóru og Íslensku óperunnar hafi verið verksamningur þar sem var „sannanlega samið um meginatriði í samningssambandinu, þ.e. framlag stefnanda og endurgjald stefnda, sem ekki getur verið ágreiningur um að hafi miðast við það verkefni sem við blasti.“ Þóra ætti því ekki rétt á viðbótargreiðslum samkvæmt kjarasamningnum frá 2000. Gunnar segir Óperuna ítrekað hafa vísað til þess að greiðslur vegna sýninga hafi verið hærri en kjarasamningurinn kveður á um en bendir á að í kjarasamningnum sé að finna lágmarksviðmið. Þá sé orðið ljóst að það gildir engu þótt alls kyns aukaálag komi til, Óperan sé greinilega ekki skyldug til að bæta fyrir það. „Álagið var að ganga frá þessum hóp raddlega,“ segir Gunnar um söngvarana sem tóku þátt í Brúðkaupi Fígarós. „Það eina sem þeir eiga er þetta barkakýli, þessi rödd,“ bætir hann við en æfingatíminn, sem eigi að vera bundinn við 24 tíma á viku, hafi farið yfir 40 tíma. Bíða niðurstöðu um þjóðaróperu Að sögn Gunnars hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að raunvirði og hann nefnir aftur þann aðstöðumun sem sé milli Óperunnar og söngvara, sem séu tilneyddir til að gera verktakasamninga og skuldbinda sig til að halda trúnað um þá. Spurður segist Gunnari ekki kunnugt um hvort nokkrir listamenn við Óperuna séu á eiginlegum ráðningarsamning en honum sýnist til dæmis hafa hallað á hlut kvenna þegar kemur að launakjörum. Hvað framhaldið varðar segir hann FÍH munu beita sér fyrir vitundarvakningu meðal listamanna. Þá sé niðurstöðu nefndar um stofnun þjóðaróperu að vænta í lok mánaðar. „Lilja [Alfreðsdóttir ráðherra] á þakkir skilið fyrir að setja í gang þessa undirbúningsnefnd,“ segir Gunnar. Hann yrði hissa ef það yrði ekki niðurstaðan að stofna þjóðaróperu. „Listheimurinn getur ekki sætt sig við annað en að ástandinu verði breytt,“ segir hann. Menning Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Málið snérist um samning sem Þóra gerði við Óperuna um þátttöku í Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í samningnum var vísað til kjarasamnings milli FÍH og Óperunnar frá 2000 en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að upphæðir í samningnum væru endanlegar og ófrávíkjanlegar, þrátt fyrir aukna yfirvinnu og álag. „Það sem mér finnst dómurinn ekki taka tillit til er þessi aðstöðumunur á aðilum,“ segir Gunnar. „Óperan er alvaldur hér; það eru engar óperur settar upp á landinu nema þarna og fólk sem kemst að er ekki í neinni stöðu til að vera með múður. Þetta er eini atvinnuveitandinn; eina tækifærið.“ Fá ekkert aukreitis þrátt fyrir mikið álag Félagafundur Klassís, félags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, lýsti á dögunum yfir vantrausti á stjórn Íslensku óperunnar og óperustjóra, sem hafa neitað því að eiga í deilum við stéttina. Söngvarar segjast hins vegar búnir að fá nóg af Óperunni; stofnun sem þeir settu á laggirnar og hafi notið velvildar þeirra þegar kemur að kaupi og kjörum. Og það eru ekki bara launamálin sem eru deilt er um, heldur hefur Óperan einnig verið gagnrýnd fyrir ógegnsæi og að takmarkaða aðkomu listamanna að stjórnun stofnunarinnar. Í umræddum dómi er komist að þeirri niðurstöðu að samningurinn milli Þóru og Íslensku óperunnar hafi verið verksamningur þar sem var „sannanlega samið um meginatriði í samningssambandinu, þ.e. framlag stefnanda og endurgjald stefnda, sem ekki getur verið ágreiningur um að hafi miðast við það verkefni sem við blasti.“ Þóra ætti því ekki rétt á viðbótargreiðslum samkvæmt kjarasamningnum frá 2000. Gunnar segir Óperuna ítrekað hafa vísað til þess að greiðslur vegna sýninga hafi verið hærri en kjarasamningurinn kveður á um en bendir á að í kjarasamningnum sé að finna lágmarksviðmið. Þá sé orðið ljóst að það gildir engu þótt alls kyns aukaálag komi til, Óperan sé greinilega ekki skyldug til að bæta fyrir það. „Álagið var að ganga frá þessum hóp raddlega,“ segir Gunnar um söngvarana sem tóku þátt í Brúðkaupi Fígarós. „Það eina sem þeir eiga er þetta barkakýli, þessi rödd,“ bætir hann við en æfingatíminn, sem eigi að vera bundinn við 24 tíma á viku, hafi farið yfir 40 tíma. Bíða niðurstöðu um þjóðaróperu Að sögn Gunnars hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að raunvirði og hann nefnir aftur þann aðstöðumun sem sé milli Óperunnar og söngvara, sem séu tilneyddir til að gera verktakasamninga og skuldbinda sig til að halda trúnað um þá. Spurður segist Gunnari ekki kunnugt um hvort nokkrir listamenn við Óperuna séu á eiginlegum ráðningarsamning en honum sýnist til dæmis hafa hallað á hlut kvenna þegar kemur að launakjörum. Hvað framhaldið varðar segir hann FÍH munu beita sér fyrir vitundarvakningu meðal listamanna. Þá sé niðurstöðu nefndar um stofnun þjóðaróperu að vænta í lok mánaðar. „Lilja [Alfreðsdóttir ráðherra] á þakkir skilið fyrir að setja í gang þessa undirbúningsnefnd,“ segir Gunnar. Hann yrði hissa ef það yrði ekki niðurstaðan að stofna þjóðaróperu. „Listheimurinn getur ekki sætt sig við annað en að ástandinu verði breytt,“ segir hann.
Menning Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira