Von á 1.200 skömmtum frá Moderna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 11:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástandið alvarlegt víða erlendis og hvetur landsmenn frá því að ferðast út fyrir landsteinana. Vísir/Vilhelm Von er á 1.200 skömmtum af bóluefninu frá Moderna á morgun, sem verður notað til að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínuhópum. Í kjölfarið munu berast 1.200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19
Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51