Segir að fullt af leikmönnum vilji ekki koma til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 09:00 Er það kannski ekki eins spennandi og margur heldur að verða liðsfélagar þeirra Jordan Henderson, Sadio Mané, Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino hjá Liverpool. Getty/ John Powell Aðalskúbbarinn í Evrópufótboltanum heldur því fram að leikmenn hafi ekki áhuga á því að koma til Liverpool undir núverandi kringumstæðum. Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira