Viðurkennir að það hafi verið mistök að reka ekki Pickford út af fyrir brotið á Van Dijk Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2021 12:00 Brotið umdeilda í leik liðanna þann 17. október. John Powell/Liverpool FC Enski dómarinn Michael Oliver viðurkennir að hann hafi gert mistök með því að gefa Jordan Pickford ekki rauða spjaldið fyrir brot hans á Virgil Van Dijk í leik liðanna í október. Brot sem heldur Hollendingnum frá fótboltavellinum í nokkra mánuði. Mikið var rætt og ritað um atvikið en Pickford æddi út úr marki sínu og tæklaði Van Dijk. Hollendingurinn var hins vegar rangstæður svo dæmd var rangstaða og enski landsliðsmarkvörðurinn slapp með skrekkinn. Van Dijk var hins vegar borinn af velli en hann hefur ekkert leikið síðan liðin mættust í október. Það kom síðar í ljós að hann sleit krossbönd en dómari leiksins hefur nú viðurkennt mistök sín. „Við hugsuðum að þetta gæti ekki verið vítaspyrna ef hann væri rangstæður. Þannig við skoðuðum rangstæðuna og ég sagði við VAR-teymið að ég myndi dæma vítaspyrnu ef þetta væri ekki rangstaða,“ sagði Oliver og hélt áfram. „Ég hef horft á þetta svo oft. Í raun og veru finnst mér Pickford ekki gera neitt nema reyna breiða úr sér en hann gerir það ekki á réttan hátt, eins og sést í meiðslunum. Við höfum hugsað mikið um þetta og við hefðum átt að dæma rangstæðu og reka Pickford út af.“ „Það sem kom mér á óvart þegar ég horfði á þetta aftur var að enginn leikmaður var að biðja um rautt spjald. Við gleymdum okkur í smáatriðunum í stað þess að hugsa um stóru myndina; sem var að hugsa um brotið líka en ekki bara hvort þetta hafi verið víti.“ „Leikurinn hefði átt að byrja aftur með rangstöðu en með annarri refsingu á Pickford en hann fékk,“ bætti Oliver við. Premier League referee Michael Oliver has admitted he made a mistake by not sending off Jordan Pickford for a challenge that led to a serious knee injury for Virgil van Dijk.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 10, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01 Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01 Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26 Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00 Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Mikið var rætt og ritað um atvikið en Pickford æddi út úr marki sínu og tæklaði Van Dijk. Hollendingurinn var hins vegar rangstæður svo dæmd var rangstaða og enski landsliðsmarkvörðurinn slapp með skrekkinn. Van Dijk var hins vegar borinn af velli en hann hefur ekkert leikið síðan liðin mættust í október. Það kom síðar í ljós að hann sleit krossbönd en dómari leiksins hefur nú viðurkennt mistök sín. „Við hugsuðum að þetta gæti ekki verið vítaspyrna ef hann væri rangstæður. Þannig við skoðuðum rangstæðuna og ég sagði við VAR-teymið að ég myndi dæma vítaspyrnu ef þetta væri ekki rangstaða,“ sagði Oliver og hélt áfram. „Ég hef horft á þetta svo oft. Í raun og veru finnst mér Pickford ekki gera neitt nema reyna breiða úr sér en hann gerir það ekki á réttan hátt, eins og sést í meiðslunum. Við höfum hugsað mikið um þetta og við hefðum átt að dæma rangstæðu og reka Pickford út af.“ „Það sem kom mér á óvart þegar ég horfði á þetta aftur var að enginn leikmaður var að biðja um rautt spjald. Við gleymdum okkur í smáatriðunum í stað þess að hugsa um stóru myndina; sem var að hugsa um brotið líka en ekki bara hvort þetta hafi verið víti.“ „Leikurinn hefði átt að byrja aftur með rangstöðu en með annarri refsingu á Pickford en hann fékk,“ bætti Oliver við. Premier League referee Michael Oliver has admitted he made a mistake by not sending off Jordan Pickford for a challenge that led to a serious knee injury for Virgil van Dijk.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 10, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01 Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01 Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26 Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00 Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01
Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01
Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26
Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00
Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31
Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19