Allt mótahald á dagskrá: „Þurfum að passa okkur vel svo að við fáum ekki aftur á okkur keppnis- og æfingabann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 19:46 Það voru fagnaðalæti í Laugardalnum í dag í höfuðstöðvum KKÍ sem og víðar. Stöð 2 skjáskot Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var eðlilega himinlifandi með fréttir dagsins en í dag var tilkynnt að keppni í íslenskum íþróttum má fara af stað á nýjan leik frá og með næsta miðvikudegi. Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Þá verða tæplega hundrað dagar linir frá því að síðasta leiknum í íslenskri deildarkeppni í íþróttum fór fram og það hefur verið eðlilega mikið gleðihljóð í íþróttahreyfingunni í dag. Það má einnig segja af KKÍ. „Þetta er mikill gleðidagur. Að sjálfsögðu á enn eftir að gefa út reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem ráðherra hefur sagt þá erum við mjög vongóð. Þetta er í þeim anda sem við bjuggumst við og vonuðumst eftir,“ sagði Hannes í dag. „Við erum mjög bjartsýn. Við þurfum að sjá reglugerðina en miðað við minnisblaðið og það sem kom út frá fundinum í morgun. Við erum að fara aftur á parketið á miðvikudaginn. Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og svo koma hinar deildirnar.“ „Það sem er ofboðslega mikið gleðiefni er að það eru æfingar fyrir ungmennin okkar; 2004 til 2002 og þau geta svo hafið keppni í kjölfarið. Við vorum að hafa áhyggjur af brottfalli þarna. Þetta er mjög viðkvæmur hópur en nú mega þau æfa og fljótlega keppa. Það er margt að gleðjast yfir með þetta en við megum samt ekki gleyma að við þurfum áfram að fara varlega.“ Hannes segir að þó að fréttirnar í dag séu mikið gleðiefni, þá sé ansi mikilvægt að allir haldi áfram að passa sig, svo ekki þurfi að gera hlé á deildinni í annað sinn enda sé ansi mikið undir. „Veiran er langt frá því að vera farinn og við þurfum öll að taka þátt. Sama hvort það sé almennt í samfélaginu eða í íþróttahreyfingunni. Við í körfunni þurfum að passa okkur vel svo við fáum ekki aftur á okkur keppnis- eða æfingabann.“ „Það verður mikil íþróttaveisla næstu mánuðina. Fyrir okkur í körfuboltanum er ofboðslega gott að fara aftur af stað. Við vitum hvað gerðist í mars í fyrra, er við ásamt fleiri íþróttagreinum, þurftum að stöðva allt. Okkar annað keppnistímabil var undir en ef við pössum okkur er hér áfram hægt að spila íþróttir.“ Allt viðtalið við formanninn má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem er farið yfir víðan völl. Hann nefnir meðal annars að allt Íslandsmótið verði spilað sem og bikarinn en spilað verði ansi þétt þar sem koma þurfi landsleikjahléum, bæði karla- og kvennamegin, í febrúar. Klippa: Sportpakkinn - Hannes um fréttir dagsins
Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum