Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2021 11:55 Alma Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mættu á Suðurlandsbraut í lok desember þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru bólusettir. Vísir/Vilhelm Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna gegn Covid-19 skilyrt íslenskt markaðsleyfi á miðvikudaginn. Um er að ræða annað bóluefnið gegn COVID-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en hið fyrra var bóluefnið Comirnaty frá BioNTech/Pfizer. Um fimm þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það er búist við að afhending verði hraðari samkvæmt upplýsingsum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns því hver einstaklingur fær tvo skammta. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi átti fund í morgun með fulltrúum Moderna varðandi fyrstu afhendingu bóluefnisins. „Við funduðum með Modnera í morgun þar sem við vorum að ræða fyrstu sendinguna sem er væntanleg til landsins í næstu viku. Moderna er ekki með umboðsmann á íslandi svo þetta er í fyrsta skipti sem þeir flytja lyf til landsins,“ segir Júlía Rós. Aðspurð segist Júlía Rós eiga von á efninu fyrri hluta næstu viku. Það geti breyst en þau miði við það núna. Hún segir að von sé á reglulegum sendingum í framhaldinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé með þær upplýsingar betur á hreinu. Tekið verður á móti efninu á Keflavíkurflugvelli og flutt til móttökuskoðunar hjá Distica í Garðabæ. Þar verður farið yfir gæðaskjöl, hitastig við flutninginn og pakkningar. Ef ekkert er athugavert verður samþykkt að dreifa bóluefninu. Ekki þarf að flytja bóluefnið frá Moderna til landsins við -80 gráðu hitastig eins og efnið frá Moderna. Hitastig bóluefnis við flutninginn þarf að vera -15 til -25 gráður. Svo geymist það í kæli í nokkra daga við 2 til 8 gráður. Júlía Rós segir að efninu verði dreift innanlands sem hefðbundin kælivara.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01 Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Bóluefni Moderna veitt íslenskt markaðsleyfi Lyfjastofnun veitti bóluefni Moderna skilyrt íslenskt markaðsleyfi síðdegis í dag. 6. janúar 2021 17:01
Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. 6. janúar 2021 16:04
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent