Leikmenn biðla til forseta IHF að banna áhorfendur á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 08:59 Bjarte Myrhol, fyrirliði norska landsliðsins, er meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forseta IHF. getty/Jan Christensen Evrópsku leikmannasamtökin hafa sent Dr. Hassan Moustafa, forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, bréf þar sem þeir biðla til hans að banna áhorfendur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn ætla Egyptar að leyfa áhorfendur á HM sem hefst í næstu viku. Selt verður í fimmtung sæta í hverri keppnishöll, áhorfendur þurfa að virða fjarlægðartakmörk og vera með grímu. Meðal leikmanna sem hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag eru Norðmaðurinn Sander Sagosen og Danirnir Mikkel Hansen, Henrik Møllgaard og Morten Olsen. Hansen sagðist íhuga að spila ekki á HM og Møllgaard sagði ákvörðun mótshaldara að leyfa áhorfendur heimskulega. Olsen sagði svo að þetta væri týpískt fyrir IHF. Nú hafa evrópsku leikmannasamtökin sent Moustafa bréf þar sem þau biðla til hans að banna áhorfendur á HM. Þar kemur einnig fram að ef áhorfendur verða leyfðir verði að vera skýrar reglur hvernig leikirnir eigi að fara fram. TV 2 í Noregi greinir frá. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er Bjarte Myrhol, fyrirliði norska landsliðsins. Bréfið var sent í gær. Ekki liggur enn fyrir hvort IHF verður við beiðni leikmannanna en það verður að teljast afar ólíklegt. Hinn umdeildi Moustafa er Egypti og vill eflaust tryggja sínum mönnum sem mestan stuðning á HM. Engir áhorfendur voru á Evrópumóti kvenna sem fór fram í Danmörku í lok síðasta árs og í flestum deildum heims er leikið fyrir luktum dyrum. HM 2021 í handbolta Egyptaland Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn ætla Egyptar að leyfa áhorfendur á HM sem hefst í næstu viku. Selt verður í fimmtung sæta í hverri keppnishöll, áhorfendur þurfa að virða fjarlægðartakmörk og vera með grímu. Meðal leikmanna sem hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag eru Norðmaðurinn Sander Sagosen og Danirnir Mikkel Hansen, Henrik Møllgaard og Morten Olsen. Hansen sagðist íhuga að spila ekki á HM og Møllgaard sagði ákvörðun mótshaldara að leyfa áhorfendur heimskulega. Olsen sagði svo að þetta væri týpískt fyrir IHF. Nú hafa evrópsku leikmannasamtökin sent Moustafa bréf þar sem þau biðla til hans að banna áhorfendur á HM. Þar kemur einnig fram að ef áhorfendur verða leyfðir verði að vera skýrar reglur hvernig leikirnir eigi að fara fram. TV 2 í Noregi greinir frá. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er Bjarte Myrhol, fyrirliði norska landsliðsins. Bréfið var sent í gær. Ekki liggur enn fyrir hvort IHF verður við beiðni leikmannanna en það verður að teljast afar ólíklegt. Hinn umdeildi Moustafa er Egypti og vill eflaust tryggja sínum mönnum sem mestan stuðning á HM. Engir áhorfendur voru á Evrópumóti kvenna sem fór fram í Danmörku í lok síðasta árs og í flestum deildum heims er leikið fyrir luktum dyrum.
HM 2021 í handbolta Egyptaland Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira