Halda undanúrslitaófarir United áfram? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2021 12:00 Harry Maguire nánast með Raheem Sterling í fanginu í leik Manchester-liðanna, United og City 12. desember síðastliðinn. Liðin mætast í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. getty/Matt McNulty Tekst Manchester United að komast í fyrsta úrslitaleikinn undir stjórn Ole Gunnars Solskjær eða kemst Manchester City í fjórða úrslitaleikinn í enska deildabikarnum í röð? Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira