Mourinho sammála því að leikurinn í kvöld sé sá mikilvægasti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 14:00 Jose Mourinho hefur unnið marga titla á sínum stjóraferli en hann á enn eftir að vinna titil sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur. AP/Andy Rain Tottenham getur tryggt sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins með sigri á b-deildarliði Brentford í kvöld. Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Tottenham í nóvember 2019 og vonast nú til að hjálpa Tottenham að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2008. Tottenham er komið í undanúrslit enska deildabikarsins og er því aðeins tveimur leikjum frá því að vinna sinn fyrsta titil síðan félagið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 24. febrúar 2008. Jonathan Woodgate skoraði þá sigurmarkið í framlengingu. „Þegar meira en áratugur er liðinn frá titli þá verður hver keppni enn mikilvægari. Ef við vinnum tvo leiki til viðbótar þá fáum við bikar,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. "The club has been chasing silverware for many years, I would say so" Jose Mourinho says Tuesday's Carabao Cup semi-final is his biggest game since being appointed Tottenham head coach pic.twitter.com/njk3TgQlXI— Football Daily (@footballdaily) January 4, 2021 Mourinho var spurður hvort að undanúrslitaleikurinn í kvöld væri sá mikilvægasti síðan hann settist í stjórastólinn hjá Tottenham. „Þegar við miðum við það að félagið hefur verið að eltast við bikar svo lengi þá myndi ég segja það,“ sagði Mourinho. „Auðvitað höfum við spilað fullt af mikilvægum leikjum. Á síðasta tímabili áttum við leik hjá Crystal Palace sem gat tryggt okkur sæti í Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho. „Leikurinn á móti Leeds á laugardaginn var mjög mikilvægur af því að við höfum ekki unnið í nokkrum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Ég segi samt alltaf að undanúrslitaleikur sé mikilvægur leikur. Eini leikurinn sem er mikilvægari en hann er sjálfur úrslitaleikurinn,“ sagði Jose Mourinho. Komist Tottenham í úrslitaleikinn þá mætir liðið þar annað hvort Manchester City eða Manchester United. „Þetta verða tveir erfiðir leikir auðvitað en við vinnum þá fáum við bikar. Það yrði mjög gott mál fyrir bæði félagið og leikmennina,“ sagði Mourinho. "It's not about me, it's about my club, it's about the players who want trophies and the fans who want trophies."Jose Mourinho on the ambition Tottenham have ahead of their Carabao Cup semi-final against Brentford pic.twitter.com/DdvndkIagt— Football Daily (@footballdaily) January 5, 2021 „Þetta snýst um mitt félag og um leikmenn sem vilja vinna bikara. Þetta snýst um stuðningsmennina sem vilja bikara. Þessi bikar er í boði ef við við vinnum tvo leiki í viðbót,“ sagði Mourinho. „Auðvitað verða þetta erfiðir mótherjar en við þurfum bara tvo sigurleiki. Við horfum nú á þennan undanúrslitaleik þar sem við berum virðingu fyrir mótherjum okkar sem hafa þegar slegið góð úrvalsdeildarfélög úr keppni,“ sagði Jose Mourinho. Brentford hefur unnið fjögur úrvalsdeildarfélög á leið sinni í undanúrslitin eða Southampton, West Bromwich Albion, Fulham og Newcastle United. Leikur Tottenham Hotspur og Brentford hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.35. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Tottenham í nóvember 2019 og vonast nú til að hjálpa Tottenham að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2008. Tottenham er komið í undanúrslit enska deildabikarsins og er því aðeins tveimur leikjum frá því að vinna sinn fyrsta titil síðan félagið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 24. febrúar 2008. Jonathan Woodgate skoraði þá sigurmarkið í framlengingu. „Þegar meira en áratugur er liðinn frá titli þá verður hver keppni enn mikilvægari. Ef við vinnum tvo leiki til viðbótar þá fáum við bikar,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. "The club has been chasing silverware for many years, I would say so" Jose Mourinho says Tuesday's Carabao Cup semi-final is his biggest game since being appointed Tottenham head coach pic.twitter.com/njk3TgQlXI— Football Daily (@footballdaily) January 4, 2021 Mourinho var spurður hvort að undanúrslitaleikurinn í kvöld væri sá mikilvægasti síðan hann settist í stjórastólinn hjá Tottenham. „Þegar við miðum við það að félagið hefur verið að eltast við bikar svo lengi þá myndi ég segja það,“ sagði Mourinho. „Auðvitað höfum við spilað fullt af mikilvægum leikjum. Á síðasta tímabili áttum við leik hjá Crystal Palace sem gat tryggt okkur sæti í Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho. „Leikurinn á móti Leeds á laugardaginn var mjög mikilvægur af því að við höfum ekki unnið í nokkrum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Ég segi samt alltaf að undanúrslitaleikur sé mikilvægur leikur. Eini leikurinn sem er mikilvægari en hann er sjálfur úrslitaleikurinn,“ sagði Jose Mourinho. Komist Tottenham í úrslitaleikinn þá mætir liðið þar annað hvort Manchester City eða Manchester United. „Þetta verða tveir erfiðir leikir auðvitað en við vinnum þá fáum við bikar. Það yrði mjög gott mál fyrir bæði félagið og leikmennina,“ sagði Mourinho. "It's not about me, it's about my club, it's about the players who want trophies and the fans who want trophies."Jose Mourinho on the ambition Tottenham have ahead of their Carabao Cup semi-final against Brentford pic.twitter.com/DdvndkIagt— Football Daily (@footballdaily) January 5, 2021 „Þetta snýst um mitt félag og um leikmenn sem vilja vinna bikara. Þetta snýst um stuðningsmennina sem vilja bikara. Þessi bikar er í boði ef við við vinnum tvo leiki í viðbót,“ sagði Mourinho. „Auðvitað verða þetta erfiðir mótherjar en við þurfum bara tvo sigurleiki. Við horfum nú á þennan undanúrslitaleik þar sem við berum virðingu fyrir mótherjum okkar sem hafa þegar slegið góð úrvalsdeildarfélög úr keppni,“ sagði Jose Mourinho. Brentford hefur unnið fjögur úrvalsdeildarfélög á leið sinni í undanúrslitin eða Southampton, West Bromwich Albion, Fulham og Newcastle United. Leikur Tottenham Hotspur og Brentford hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.35. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira