73 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum á geðlyfjum Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. janúar 2021 22:00 Neysla íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum á geðlyfjum hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. Getty 58,5% íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum voru með geðsjúkdómagreiningu árið 2018 og tóku 72,5% íbúa einhvers konar geðlyf að staðaldri. Neysla slíkra lyfja hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð. 22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
22,1% íbúa tóku geðlyf árið 2018 án þess að fyrir lægi geðsjúkdómagreining og hefur það hlutfall hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010. Þetta kemur fram í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar sem skoðaði þróun geðsjúkdómagreininga og geðlyfjanotkunar á hjúkrunarheimilum á árunum 2003 til 2018. Á því tímabili voru að meðaltali 42,5% íbúa greindir með þunglyndi og var um það bil helmingur þeirra með kvíða- og/eða þunglyndigreiningu. Árið 2018 tóku 56,2% inn þunglyndislyf að staðaldri. Ofgreining geti haft áhrif Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að 27,8% aldraðra á aldrinum 65 ára og eldri í Evrópu mæti greiningarviðmiðum þunglyndis. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem tóku geðlyf á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Búast má við að geðheilsa eldri Íslendinga sé ekki stórlega verri en í öðrum Evrópulöndum. Því má draga þá ályktun að há tíðni geðraskana á íslenskum hjúkrunarheimilum stafi annaðhvort af versnandi geðheilsu við flutning á öldrunarheimili og þeirri skerðingu lífsgæða sem er aðdragandi þess, eða af ofgreiningu geðraskana, eða hvoru tveggja,“ segja höfundar fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á meðferðarsviði Landspítala stóðu að rannsókninni. Tölurnar byggja á gögnum úr 16 þversniðsrannsóknum sem gerðar voru á árunum 2003 til 2018 þar sem fjöldi þátttakenda var að meðaltali 2970. Mikilvægt að þróa önnur úrræði Niðurstöðurnar haldast í hendur við að geðlyfjanotkun hér á landi sé almennt með því mesta sem þekkist og að hið sama eigi líklega við um tíðni geðsjúkdómagreininga. Höfundar segja mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun og eins sé mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Hlutfall íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem voru með geðsjúkdómagreiningu á árabilinu 2003-2018.Læknablaðið „Aldursbreytingar hafa áhrif á verkun geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtímaverkun þeirra fyrir aldraða. Þeir eru einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun.“ Óvíst með árangur geðlyfjanotkunar aldraðra Höfundar segja að með hækkandi aldri aukist ástvinamissir, félagsleg hlutverk breytist og geta til athafna daglegs lífs minnki. Þetta séu taldar meginástæður þess að með hækkandi lífaldri versni almennt geðheilsa eldra fólks. Þó þurfi að fara varlega í ávísun geðlyfja. „Notkun geðlyfja á íslenskum hjúkrunarheimilum er í hærri kantinum á heimsvísu og jókst á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Þetta þarf að laga því óvíst er um árangur af geðlyfjanotkun aldraðra og aukaverkanir geta verið þeim skaðlegar. Eins eru sterkar vísbendingar um að þunglyndislyf vinni ekki gegn þunglyndiseinkennum fólks með heilabilun, en 70% íbúa íslenskra hjúkrunarheimila hafa heilabilun á einhverju stigi.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira