Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 18:53 Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekki víst hvort orsakatengsl séu á milli bólusetninga og dauðsfalla. Stöð 2 Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. „Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
„Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira