Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2021 19:07 Yfirlæknir á Grund segir fulla ástæðu til að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólk í viðkvæmum hópum. Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent