Segir Ísland áfram gott án Arons Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2021 16:30 Luis Frade stekkur upp til varnar í leiknum við Þýskaland um 5. sæti á EM fyrir ári síðan. Portúgal tapaði leiknum en náði samt sínum besta árangri frá upphafi á EM. Getty/Martin Rose Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. Það varð endanlega ljóst um helgina að Aron yrði ekki með Íslandi í leikjunum tveimur við Portúgal í undankeppni EM, á miðvikudag og næsta sunnudag, né heldur á HM í Egyptalandi þar sem fyrsti leikur Íslands er einnig við Portúgal 14. janúar. Þeir Aron og Frade hafa verið liðsfélagar hjá Barcelona síðan í sumar og léku með liðinu í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu á milli jóla og nýárs. Aron varð svo að draga sig til hlés vegna meiðsla en Frade er mættur til Portúgals til æfinga með portúgalska landsliðinu, sem ekki glímir við nein meiðslavandræði. „Hann [Aron] er lykilmaður en engu að síður þá breytir þetta ekki leik íslenska liðsins. Íslendingar spila vel með og án hans. Þeir eru með leikmenn sem skilja handbolta og hafa mikil gæði, og geta reynst okkur erfiðir,“ sagði Frade við heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. Ísland vann síðast en Portúgal náði lengra Frade skoraði tvö mörk fyrir Portúgal í 28-25 tapinu gegn Íslandi á EM fyrir ári síðan, þegar Aron skoraði fimm mörk. Portúgal komst þó lengra á mótinu og endaði í 6. sæti en Ísland í 11. sæti. Það er besti árangur sem Portúgalar hafa náð. „Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum og undirbúa okkur vel, en ef við spilum okkar leik og höldum einbeitingu í vörninni þá erum við með gæðin til að vinna báða leikina [í undankeppni EM],“ sagði Frade. Ísland og Portúgal koma til með að berjast um efsta sæti 4. riðils í undankeppni EM en í riðlinum eru einnig Ísrael og Litáen. Ísland vann risasigur á Litáen í nóvember í sínum eina leik til þessa en Portúgal hefur unnið bæði Litáen og Ísrael. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM og liðin í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast þangað einnig. Á HM eru Ísland og Portúgal svo með Alsír og Marokkó í riðli. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla þar sem þau mæta þremur efstu liðum E-riðils, þar sem Frakkland, Noregur, Austurríki og Bandaríkin spila. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll ekki með til Portúgals Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn. 4. janúar 2021 09:07 Guðmundur um meiðsli Arons: Ofboðslegt áfall Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir meiðsli Arons Pálmarssonar gríðarlega blóðtöku fyrir liðið. 3. janúar 2021 13:46 Aron meiddur og missir af HM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné. 2. janúar 2021 16:38 Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. 30. desember 2020 16:31 Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Það varð endanlega ljóst um helgina að Aron yrði ekki með Íslandi í leikjunum tveimur við Portúgal í undankeppni EM, á miðvikudag og næsta sunnudag, né heldur á HM í Egyptalandi þar sem fyrsti leikur Íslands er einnig við Portúgal 14. janúar. Þeir Aron og Frade hafa verið liðsfélagar hjá Barcelona síðan í sumar og léku með liðinu í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu á milli jóla og nýárs. Aron varð svo að draga sig til hlés vegna meiðsla en Frade er mættur til Portúgals til æfinga með portúgalska landsliðinu, sem ekki glímir við nein meiðslavandræði. „Hann [Aron] er lykilmaður en engu að síður þá breytir þetta ekki leik íslenska liðsins. Íslendingar spila vel með og án hans. Þeir eru með leikmenn sem skilja handbolta og hafa mikil gæði, og geta reynst okkur erfiðir,“ sagði Frade við heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. Ísland vann síðast en Portúgal náði lengra Frade skoraði tvö mörk fyrir Portúgal í 28-25 tapinu gegn Íslandi á EM fyrir ári síðan, þegar Aron skoraði fimm mörk. Portúgal komst þó lengra á mótinu og endaði í 6. sæti en Ísland í 11. sæti. Það er besti árangur sem Portúgalar hafa náð. „Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum og undirbúa okkur vel, en ef við spilum okkar leik og höldum einbeitingu í vörninni þá erum við með gæðin til að vinna báða leikina [í undankeppni EM],“ sagði Frade. Ísland og Portúgal koma til með að berjast um efsta sæti 4. riðils í undankeppni EM en í riðlinum eru einnig Ísrael og Litáen. Ísland vann risasigur á Litáen í nóvember í sínum eina leik til þessa en Portúgal hefur unnið bæði Litáen og Ísrael. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM og liðin í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast þangað einnig. Á HM eru Ísland og Portúgal svo með Alsír og Marokkó í riðli. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla þar sem þau mæta þremur efstu liðum E-riðils, þar sem Frakkland, Noregur, Austurríki og Bandaríkin spila.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll ekki með til Portúgals Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn. 4. janúar 2021 09:07 Guðmundur um meiðsli Arons: Ofboðslegt áfall Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir meiðsli Arons Pálmarssonar gríðarlega blóðtöku fyrir liðið. 3. janúar 2021 13:46 Aron meiddur og missir af HM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné. 2. janúar 2021 16:38 Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. 30. desember 2020 16:31 Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Björgvin Páll ekki með til Portúgals Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn. 4. janúar 2021 09:07
Guðmundur um meiðsli Arons: Ofboðslegt áfall Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir meiðsli Arons Pálmarssonar gríðarlega blóðtöku fyrir liðið. 3. janúar 2021 13:46
Aron meiddur og missir af HM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné. 2. janúar 2021 16:38
Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. 30. desember 2020 16:31
Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09