Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 12:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira