Heimsmeistari sex árum eftir að hann hætti í ruðningi og byrjaði í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 08:31 Gerwyn Price með Sid Waddell bikarinn. getty/Luke Walker Aðeins sex ár eru síðan nýkrýndi heimsmeistarinn Gerwyn Price hætti að spila ruðning og byrjaði að keppa í pílukasti. Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Wales Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Wales Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira