Anníe Mist um erfiðasta árið á ævinni og ótrúlega árið sem er framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér stóra hluti á árinu 2021. Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira