Fótbolti

Andri Fannar geymdur á bekknum hjá Bologna og flug­elda­sýning hjá Atalanta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atalanta var í stuði í dag. Þeir skora yfirleitt nóg af mörkum og í dag voru þau fimm.
Atalanta var í stuði í dag. Þeir skora yfirleitt nóg af mörkum og í dag voru þau fimm. Pier Marco Tacca/Getty Images

Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna er liðið gerði markalaust jafntefli við Fiorentina á heimavelli í ítalska boltanum en heil umferð fer fram á Ítalíu í dag.

Bologna er í tólfta sætinu með sextán stig en Roma skaust upp í þriðja sætið eftir 1-0 sigur á Sampdoria með sigurmarki Eden Dzeko stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Atalanta rúllaði yfir Sassuolo 5-1. Duvan Zapata gerði tvö mörk og þeir Matteo Pessina, Robin Gosens og Luis Muriel eitt mark hver. Vlad Chiriches klóraði í bakkann fyrir Sassuolo. Sassuolo þó í fimmta sætinu og Atalanta í því sjötta.

Napoli er í fjórða sæti deildarinnar eftir 4-1 sigur á Sampdoria en Genoa og Lazio skildu jöfn 1-1. Lazio um miðja deild en Genoa í fallbaráttu, nánar tiltekið nítjánda sætinu.

KLukkan 17.00 er svo það leikur Benevento og AC Milan en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

AC Milan getur skotist á toppinn með sigri. Klukkan 19.45 er það svo ítölsku meistararnir í Juventus gegn Udinese, einnig í beinni á Stöð 2 Sport.

Úrslit dagsins:

Atalanta - Sassuolo 5-1

Cagliari - Napoli 1-4

Fiorentina - Bologna 0-0

Genoa - Lazio 1-1

Parma - Torino 0-2

Roma - Sampdoria 1-0

Spezia - Hellas Verona 0-1


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×