Sport

Anderson og Price mætast í úrslitum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gary Anderson.
Gary Anderson. vísir/Getty

Það verða Gerwyn Price og Gary Anderson sem munu etja kappi um heimsmeistaratitilinn í pílukasti í Alexandra Palace á morgun.

Gerwyn Price hafði betur í fyrri undanúrslitaviðureign kvöldsins þar sem hann mætti Stephan Bunting. 

Leikurinn var bráðskemmtilegur og áttu báðir leikmenn frábæra spretti en Price hafði að lokum betur, 6-4.

Í síðari viðureigninni mætti Gary Anderson hinum enska Dave Chisnall sem sló Michael Van Gerwen úr leik á ótrúlegan hátt í átta manna úrslitum.

Hokinn af reynslu sýndi Gary Anderson hvers hann er megnugur og vann nokkuð öruggan sigur, 6-3. Hann er þar með kominn í úrslitaeinvígið í Alexandra Palace í fimmta sinn á ferlinum en tvívegis hefur hann unnið gullið.

Bein útsending frá úrslitaleik Gary Anderson og Gerwyn Price hefst klukkan 19:30 á morgun á Stöð 2 Sport 3.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×