Mitsubishi mest nýskráða tegundin í desember Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. janúar 2021 07:01 Mitsubishi Outlander PHEV selst tengiltvinnbíla best. Flestar nýskráningar í desember voru Mitsubishi bifreiðar, 96 samtals. Næst flestar voru bifreiðar af gerð Toyota, 82 talsins og Kia var í þriðja sæti með 80 nýskráningar. Þessar tölur miða við tölfræði af vef samgögnustofu fyrir nýskráningar nýrra og notaðra ökutækja. Þróun Samtals voru nýskráð 1232 ökutæki í desember sem er talsverð aukning frá því sem var í nóvember, þar sem 948 ökutæki voru nýskráð. Það er því aukning um rétt tæp 30% Undirtegundir Allar nýskráningar Mitsubishi bifreiða voru Outlander bílar. Þeir eru allir tengiltvinn/bensín bílar nema einn sem er skráður tvinn/bensín bíll. Nýskráningar eftir orkugjöfum í desember 2020. Dreifingin hjá Toyota er meiri, Rav4 var atkvæðamestur í desember, en samtals voru nýskráðar 22 bifreiðar af þeirri tegund í desember, Hilux var í öðru sæti með 13 og Yaris með 10 í þriðja sæti. Mest nýskráða Kia tegundin var Niro með 35, Sorento með 14 og Soul með 10. Tesla var fjórða mest nýskráða bíltegundin í desember. Þar er Model 3 með 71 af 77 nýskráðum Tesla bifreiðum. Model S með 3 og Model X einnig með 3. Orkugjafar Vistvænir orkugjafar eru talsvert umsvifameiri í desember en hinir hefðbundnu, bensín og dísel. Flestar nýskráningar, 347 voru af bílum sem eru tengiltvinn/bensín bílar. Næst flestar nýskráningar voru á bílum sem ganga engöngu fyrir rafmagni, 331. Dísel var í þriðja sæti með 256 og bensín þar á eftir með 171. Samtals voru 748 ökutæki með vistvænum orkugjöfum nýskráð í desember. Nýskráningar hinna hefðbundnu orkugjafa voru 427. Vélarlaus ökutæki voru 57. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Þróun Samtals voru nýskráð 1232 ökutæki í desember sem er talsverð aukning frá því sem var í nóvember, þar sem 948 ökutæki voru nýskráð. Það er því aukning um rétt tæp 30% Undirtegundir Allar nýskráningar Mitsubishi bifreiða voru Outlander bílar. Þeir eru allir tengiltvinn/bensín bílar nema einn sem er skráður tvinn/bensín bíll. Nýskráningar eftir orkugjöfum í desember 2020. Dreifingin hjá Toyota er meiri, Rav4 var atkvæðamestur í desember, en samtals voru nýskráðar 22 bifreiðar af þeirri tegund í desember, Hilux var í öðru sæti með 13 og Yaris með 10 í þriðja sæti. Mest nýskráða Kia tegundin var Niro með 35, Sorento með 14 og Soul með 10. Tesla var fjórða mest nýskráða bíltegundin í desember. Þar er Model 3 með 71 af 77 nýskráðum Tesla bifreiðum. Model S með 3 og Model X einnig með 3. Orkugjafar Vistvænir orkugjafar eru talsvert umsvifameiri í desember en hinir hefðbundnu, bensín og dísel. Flestar nýskráningar, 347 voru af bílum sem eru tengiltvinn/bensín bílar. Næst flestar nýskráningar voru á bílum sem ganga engöngu fyrir rafmagni, 331. Dísel var í þriðja sæti með 256 og bensín þar á eftir með 171. Samtals voru 748 ökutæki með vistvænum orkugjöfum nýskráð í desember. Nýskráningar hinna hefðbundnu orkugjafa voru 427. Vélarlaus ökutæki voru 57.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent