Mitsubishi mest nýskráða tegundin í desember Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. janúar 2021 07:01 Mitsubishi Outlander PHEV selst tengiltvinnbíla best. Flestar nýskráningar í desember voru Mitsubishi bifreiðar, 96 samtals. Næst flestar voru bifreiðar af gerð Toyota, 82 talsins og Kia var í þriðja sæti með 80 nýskráningar. Þessar tölur miða við tölfræði af vef samgögnustofu fyrir nýskráningar nýrra og notaðra ökutækja. Þróun Samtals voru nýskráð 1232 ökutæki í desember sem er talsverð aukning frá því sem var í nóvember, þar sem 948 ökutæki voru nýskráð. Það er því aukning um rétt tæp 30% Undirtegundir Allar nýskráningar Mitsubishi bifreiða voru Outlander bílar. Þeir eru allir tengiltvinn/bensín bílar nema einn sem er skráður tvinn/bensín bíll. Nýskráningar eftir orkugjöfum í desember 2020. Dreifingin hjá Toyota er meiri, Rav4 var atkvæðamestur í desember, en samtals voru nýskráðar 22 bifreiðar af þeirri tegund í desember, Hilux var í öðru sæti með 13 og Yaris með 10 í þriðja sæti. Mest nýskráða Kia tegundin var Niro með 35, Sorento með 14 og Soul með 10. Tesla var fjórða mest nýskráða bíltegundin í desember. Þar er Model 3 með 71 af 77 nýskráðum Tesla bifreiðum. Model S með 3 og Model X einnig með 3. Orkugjafar Vistvænir orkugjafar eru talsvert umsvifameiri í desember en hinir hefðbundnu, bensín og dísel. Flestar nýskráningar, 347 voru af bílum sem eru tengiltvinn/bensín bílar. Næst flestar nýskráningar voru á bílum sem ganga engöngu fyrir rafmagni, 331. Dísel var í þriðja sæti með 256 og bensín þar á eftir með 171. Samtals voru 748 ökutæki með vistvænum orkugjöfum nýskráð í desember. Nýskráningar hinna hefðbundnu orkugjafa voru 427. Vélarlaus ökutæki voru 57. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent
Þróun Samtals voru nýskráð 1232 ökutæki í desember sem er talsverð aukning frá því sem var í nóvember, þar sem 948 ökutæki voru nýskráð. Það er því aukning um rétt tæp 30% Undirtegundir Allar nýskráningar Mitsubishi bifreiða voru Outlander bílar. Þeir eru allir tengiltvinn/bensín bílar nema einn sem er skráður tvinn/bensín bíll. Nýskráningar eftir orkugjöfum í desember 2020. Dreifingin hjá Toyota er meiri, Rav4 var atkvæðamestur í desember, en samtals voru nýskráðar 22 bifreiðar af þeirri tegund í desember, Hilux var í öðru sæti með 13 og Yaris með 10 í þriðja sæti. Mest nýskráða Kia tegundin var Niro með 35, Sorento með 14 og Soul með 10. Tesla var fjórða mest nýskráða bíltegundin í desember. Þar er Model 3 með 71 af 77 nýskráðum Tesla bifreiðum. Model S með 3 og Model X einnig með 3. Orkugjafar Vistvænir orkugjafar eru talsvert umsvifameiri í desember en hinir hefðbundnu, bensín og dísel. Flestar nýskráningar, 347 voru af bílum sem eru tengiltvinn/bensín bílar. Næst flestar nýskráningar voru á bílum sem ganga engöngu fyrir rafmagni, 331. Dísel var í þriðja sæti með 256 og bensín þar á eftir með 171. Samtals voru 748 ökutæki með vistvænum orkugjöfum nýskráð í desember. Nýskráningar hinna hefðbundnu orkugjafa voru 427. Vélarlaus ökutæki voru 57.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent