Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 08:46 Hægviðri olli því að flugeldamengun hékk í loftinu og skyggni var því með verra móti á gamlárskvöld. Vísir/Egill Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. Loftið var nokkuð rakt á suðvesturhorninu í gærkvöldi og aðeins farið að bera á þokubökkum fyrir miðnætti. Svifryk frá flugeldum gerði svo útslagið og úr varð þétt þoka úr röku lofti og reyk. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að nú í morgun sé loftið farið að hreinsast, þó enn sitji ryk í lægðum. „Er líður á daginn er þó vaxandi sunnanátt vestantil á landinu sem mun blása restunum af svifrykinu í burtu. Í kvöld hlýnar og þykknar upp með rigningu en áfram verður bjart og kalt í öðrum landshlutum framá morgundagin,“ segir í færslu veðurfræðings sem endar með ósk um gleðilegt nýtt ár. Hér að neðan má sjá veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á sunnudag:Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-18 með slyddu á Vestfjörðum og á Vesturlandi um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki, en að 3 stiga hita við SV-ströndina. Á þriðjudag:Suðvestan átt með él um vestanvert landið, en þurrt að kalla austantil. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðanátt og snjókomu, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og dálítil él fyrir norðan, einkum NA-til. Talsvert frost. Veður Loftslagsmál Flugeldar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Loftið var nokkuð rakt á suðvesturhorninu í gærkvöldi og aðeins farið að bera á þokubökkum fyrir miðnætti. Svifryk frá flugeldum gerði svo útslagið og úr varð þétt þoka úr röku lofti og reyk. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að nú í morgun sé loftið farið að hreinsast, þó enn sitji ryk í lægðum. „Er líður á daginn er þó vaxandi sunnanátt vestantil á landinu sem mun blása restunum af svifrykinu í burtu. Í kvöld hlýnar og þykknar upp með rigningu en áfram verður bjart og kalt í öðrum landshlutum framá morgundagin,“ segir í færslu veðurfræðings sem endar með ósk um gleðilegt nýtt ár. Hér að neðan má sjá veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á sunnudag:Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s, hvassast við vesturströndina. Rigning eða súld sunnan og vestantil en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í suðvestan 13-18 með slyddu á Vestfjörðum og á Vesturlandi um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á mánudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él vestantil en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki, en að 3 stiga hita við SV-ströndina. Á þriðjudag:Suðvestan átt með él um vestanvert landið, en þurrt að kalla austantil. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðanátt og snjókomu, en bjartviðri syðra. Kalt í veðri. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og dálítil él fyrir norðan, einkum NA-til. Talsvert frost.
Veður Loftslagsmál Flugeldar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira