Krefjast þess að líkamsræktarstöðvar verði opnaðar um leið og sundlaugar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 18:11 Frá World Class í Laugum. Vísir/vilhelm Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00
Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18