Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2020 19:20 Breiður stuðningur virðist vera við það á Alþingi að ráðast stórar vegaframkvæmdir í samvinnu við einkaaðila. Stöð 2/Sigurjón Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala. Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala.
Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira