Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Verkfall félagsmanna Eflingar hófst í dag og verður grunn- og leikskólum í Kópavogi lokað á morgun. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ómögulegt að verða við kröfum Eflingar, sömu kröfum og Reykjavíkurborg varð við, og sér fram á langt verkfall. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar ræðum við líka við umhverfisráðherra, sem segir ekki standa til að banna plastvörur sem umhverfisvænni vörur geti ekki leyst af hólmi. Markmið frumvarps sem hann mælti fyrir í gær, sé að banna óþarfa drasl sem valdi plastmengun í hafi.

Í fréttatímanum skoðum við líka einn umferðarmesta flöskuháls þjóðvegakerfisins sem brátt heyrir sögunni til og kíkjum á affall Reykjanesvirkjunar, sem margir hafa baðað sig í undanfarið en um stórhættulegt athæfi er að ræða.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×