„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 16:04 Aron var búinn að skora þrjú mörk í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. vísir/getty Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira