Tveggja metra reglan ávísun á meiriháttar tjón fyrir tónlistarfólk Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2020 12:26 Tónlistarfólk sá sína sæng upp reidda eftir að Þórólfur birtist í kvöldfréttum í gær og tilkynnti að tveggja metra reglan yrði við lýði út árið. „Tveggja metra regla út árið gerir mig nánast atvinnulausan. Eins og staðan er í dag eru tónleikar næstu áttamánuði úr myndinni,“ sagði Bubbi Morthens á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Listamenn voru og eru margir hverjir daprir og/eða í miklu uppnámi eftir tíðindi gærdagsins. Margir þeirra sjá sæng sína upp reidda. Í gær 4. maí voru tímamót í baráttunni við Covid-19 og á reglubundnum fundum almannavarna, hvar þríeykið Víðir Reynisson aðstoðarlögreglustjóri, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir fóru yfir stöðuna. Óvænt var tilkynnt um að 18. maí yrði stefnt að því að opna sundstaði. Gleðiefni fyrir marga þó þeir sem reka líkamsræktarstöðvar þætti sem þeir væru hafðir útundan. En það var svo ekki fyrr en Þórólfur birtist í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins ohf sem það fór að fara um listageirann í heild sinni. En þar tilkynnti Þórólfur að hann sæi ekki fram á annað en að tveggja metra reglan yrði í hávegum höfð út árið. Vísir hefur áður fjallað um það hversu grátt kórónuveiran er að leika listamenn á markaði og það sér ekki fyrir endann á því. Allt stopp hjá Kristni Sigmundssyni Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona með meiru var fljót að kveikja á því hvað þetta hefði í för með sér: „Tveggja metra regla í heiðri til ársloka segir sóttvarnarlæknir í kvöldfréttum RUV. Hvað þýðir það fyrir tónleikastaði, kvikmynda-og leikhús? Hvernig verður þetta útfært?“ spurði Steinunn Ólína á sinni Facebooksíðu. Þorsteinn Stephensen viðburðastjóri var ekkert að skafa af því: „Það þýðir bara þrot fyrir þessa atvinnugrein og alla sem henni tengjast.“ Og það var þungt hljóðið í þeim tónlistarmönnum sem tjáðu sig á vegg Bubba. Rúnar Þór sagðist þegar hafa misst út átta helgar. „Ekki gott.“ Og hinn dáði óperusöngvari Kristinn Sigmundsson sagði einfaldlega: „Velkominn í klúbbinn. 90% af minni vinnu var performans í útlöndum. Og stærsta giggið átti að byrja í dag og standa til júníloka.“ Grafalvarleg staða fyrir alla sviðslistamenn Aðalbjörn Tryggvason segist hafa verið með tónleikahátíðar bókaðar úti heimi i allt sumar. „Nú er það bara stálhamar og dúkahnífur að smíða nýbyggingar.“ Allt situr fast hjá Kristni Sigmundssyni stórsöngvara vegna kórónuveirunnar. Útvarps- og tónlistarmaðurinn Magnús R. Einarsson, sem hefur verið búsettur úti á Spáni undanfarna mánuði, segir þetta grafalvarlega stöðu fyrir alla tónlistar- og sviðslistamenn. En hið vonda í þessu sé efinn. „Hvað gerist ef slakað verður of mikið á varðandi fjöldasamkomur og veiran breiðist út að nýju. Það er vitað að seinni bylgjan af spænsku veikinni var skæðust. Sagan hræðir.“ Söngvarinn og tónleikaskipuleggjandinn knái, Friðrik Ómar Hjörleifsson, fjallar um málið á sinni síðu. Og reynir að átta sig á stöðunni. „Ok. Tveggja metra reglan út árið samkvæmt sóttvarnarlækni í fréttum nú rétt áðan. Það þýðir ýmislegt. Eiginlega margt og mikið. Maður verður jú að hugsa í lausnum en eins og gefur að skilja þá eru tónleika- og leikhús þessa lands í gríðarlegum vanda statt nú þegar og allt það listafólk sem þar fram kemur svo ég tali nú ekki um aðra viðburðarhaldara.“ Skellur og Friðrik Ómar dottinn í það Friðrik Ómar segir að ef að ef lítil sem engin smit greinist á næstunni en þessar hömlur uppi muni það reyna á þá samstöðu sem verið hefur. Friðrik ræddi málið í Harmageddon í dag. „Það er mér þó gjörsamlega óskiljanlegt ef opna á landið með þessa reglu ennþá í gangi. Eins og staðan er núna mun ég ekki styðja það með nokkru móti en hlusta að sjálfsögðu á öll góð rök. Við hljótum að eiga fyrst að komast í gang áður en við bjóðum fólki að koma hingað? En ég er jú ekki sóttvarnarlæknir eða fræðingur í þessum efnum frekar en við hin hérna á gólfinu,“ segir Friðrik Ómar og bætir við: „Þetta er skellur og hræðilegt ef af verður. Ég er dottinn í það. Skál.“ Friðrik Ómar, sem ekki aðeins er eftirsóttur söngvari heldur hefur hann verið að skipuleggja ýmsa tónlistarviðburði, segir þetta mikinn skell. Ýmsir tónlistarmenn taka til máls á síðu Friðriks Ómars svo sem trymbillinn snjalli Jóhann Hjörleifsson. Hann reynir að finna glufur í þeirri stöðu sem virðist sannarlega ekki góð. „Ég held að þegar talað er um tveggja metra reglu muni það tæplega ná yfir tónleikasali og leikhús frá haustinu, frekar bara almenn regla í umgengni. Það hefur verið talað um 2000 manna hámark í sumar,“ segir Jóhann. Og bendir á að Danir tali um að frá og með september fari tónleikar og hátíðir í gang þar. Alltof mikið í húfu fyrir fjölda manna Magni Ásgeirsson bendir Jóhanni á að spurningin um 2000 manns hafi verið borin upp á fundi dagsins en svarið hafi verið eitthvað á þá leið að samkomur hefðu ekki einu sinni verið ræddar. Pálmi Gunnarsson telur einsýnt að ríkið hljóti að hlaupa undir bagga. „Enda ekki hægt að halda samkomu með 2 metra reglunni, hvað þá 2000 manna - það eru ca. 2 hektarar.“ Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari er ómyrkur í máli og hann bendir á ábyrgð ríksins. „Tónleikahaldarar og listamenn sem eiga allt sitt undir að halda tónleika eiga að leggja fram tillögu um að ríkið greiði sæti á móti sæti á tónleikum þ.e. ef þessari tveggja metra reglu verður framfylgt út árið. Ef hægt er að greiða milljarðagreiðslur til blárra lóna, flugfélaga, hótela, ferðaþjónustufyrirtækja og samherja þá ætti tónleikabransinn ekki að liggja óbættur hjá garði. Það er alltof mikið í húfi fyrir ótrúlegan fjölda fólks.“ Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
„Tveggja metra regla út árið gerir mig nánast atvinnulausan. Eins og staðan er í dag eru tónleikar næstu áttamánuði úr myndinni,“ sagði Bubbi Morthens á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Listamenn voru og eru margir hverjir daprir og/eða í miklu uppnámi eftir tíðindi gærdagsins. Margir þeirra sjá sæng sína upp reidda. Í gær 4. maí voru tímamót í baráttunni við Covid-19 og á reglubundnum fundum almannavarna, hvar þríeykið Víðir Reynisson aðstoðarlögreglustjóri, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir fóru yfir stöðuna. Óvænt var tilkynnt um að 18. maí yrði stefnt að því að opna sundstaði. Gleðiefni fyrir marga þó þeir sem reka líkamsræktarstöðvar þætti sem þeir væru hafðir útundan. En það var svo ekki fyrr en Þórólfur birtist í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins ohf sem það fór að fara um listageirann í heild sinni. En þar tilkynnti Þórólfur að hann sæi ekki fram á annað en að tveggja metra reglan yrði í hávegum höfð út árið. Vísir hefur áður fjallað um það hversu grátt kórónuveiran er að leika listamenn á markaði og það sér ekki fyrir endann á því. Allt stopp hjá Kristni Sigmundssyni Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona með meiru var fljót að kveikja á því hvað þetta hefði í för með sér: „Tveggja metra regla í heiðri til ársloka segir sóttvarnarlæknir í kvöldfréttum RUV. Hvað þýðir það fyrir tónleikastaði, kvikmynda-og leikhús? Hvernig verður þetta útfært?“ spurði Steinunn Ólína á sinni Facebooksíðu. Þorsteinn Stephensen viðburðastjóri var ekkert að skafa af því: „Það þýðir bara þrot fyrir þessa atvinnugrein og alla sem henni tengjast.“ Og það var þungt hljóðið í þeim tónlistarmönnum sem tjáðu sig á vegg Bubba. Rúnar Þór sagðist þegar hafa misst út átta helgar. „Ekki gott.“ Og hinn dáði óperusöngvari Kristinn Sigmundsson sagði einfaldlega: „Velkominn í klúbbinn. 90% af minni vinnu var performans í útlöndum. Og stærsta giggið átti að byrja í dag og standa til júníloka.“ Grafalvarleg staða fyrir alla sviðslistamenn Aðalbjörn Tryggvason segist hafa verið með tónleikahátíðar bókaðar úti heimi i allt sumar. „Nú er það bara stálhamar og dúkahnífur að smíða nýbyggingar.“ Allt situr fast hjá Kristni Sigmundssyni stórsöngvara vegna kórónuveirunnar. Útvarps- og tónlistarmaðurinn Magnús R. Einarsson, sem hefur verið búsettur úti á Spáni undanfarna mánuði, segir þetta grafalvarlega stöðu fyrir alla tónlistar- og sviðslistamenn. En hið vonda í þessu sé efinn. „Hvað gerist ef slakað verður of mikið á varðandi fjöldasamkomur og veiran breiðist út að nýju. Það er vitað að seinni bylgjan af spænsku veikinni var skæðust. Sagan hræðir.“ Söngvarinn og tónleikaskipuleggjandinn knái, Friðrik Ómar Hjörleifsson, fjallar um málið á sinni síðu. Og reynir að átta sig á stöðunni. „Ok. Tveggja metra reglan út árið samkvæmt sóttvarnarlækni í fréttum nú rétt áðan. Það þýðir ýmislegt. Eiginlega margt og mikið. Maður verður jú að hugsa í lausnum en eins og gefur að skilja þá eru tónleika- og leikhús þessa lands í gríðarlegum vanda statt nú þegar og allt það listafólk sem þar fram kemur svo ég tali nú ekki um aðra viðburðarhaldara.“ Skellur og Friðrik Ómar dottinn í það Friðrik Ómar segir að ef að ef lítil sem engin smit greinist á næstunni en þessar hömlur uppi muni það reyna á þá samstöðu sem verið hefur. Friðrik ræddi málið í Harmageddon í dag. „Það er mér þó gjörsamlega óskiljanlegt ef opna á landið með þessa reglu ennþá í gangi. Eins og staðan er núna mun ég ekki styðja það með nokkru móti en hlusta að sjálfsögðu á öll góð rök. Við hljótum að eiga fyrst að komast í gang áður en við bjóðum fólki að koma hingað? En ég er jú ekki sóttvarnarlæknir eða fræðingur í þessum efnum frekar en við hin hérna á gólfinu,“ segir Friðrik Ómar og bætir við: „Þetta er skellur og hræðilegt ef af verður. Ég er dottinn í það. Skál.“ Friðrik Ómar, sem ekki aðeins er eftirsóttur söngvari heldur hefur hann verið að skipuleggja ýmsa tónlistarviðburði, segir þetta mikinn skell. Ýmsir tónlistarmenn taka til máls á síðu Friðriks Ómars svo sem trymbillinn snjalli Jóhann Hjörleifsson. Hann reynir að finna glufur í þeirri stöðu sem virðist sannarlega ekki góð. „Ég held að þegar talað er um tveggja metra reglu muni það tæplega ná yfir tónleikasali og leikhús frá haustinu, frekar bara almenn regla í umgengni. Það hefur verið talað um 2000 manna hámark í sumar,“ segir Jóhann. Og bendir á að Danir tali um að frá og með september fari tónleikar og hátíðir í gang þar. Alltof mikið í húfu fyrir fjölda manna Magni Ásgeirsson bendir Jóhanni á að spurningin um 2000 manns hafi verið borin upp á fundi dagsins en svarið hafi verið eitthvað á þá leið að samkomur hefðu ekki einu sinni verið ræddar. Pálmi Gunnarsson telur einsýnt að ríkið hljóti að hlaupa undir bagga. „Enda ekki hægt að halda samkomu með 2 metra reglunni, hvað þá 2000 manna - það eru ca. 2 hektarar.“ Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari er ómyrkur í máli og hann bendir á ábyrgð ríksins. „Tónleikahaldarar og listamenn sem eiga allt sitt undir að halda tónleika eiga að leggja fram tillögu um að ríkið greiði sæti á móti sæti á tónleikum þ.e. ef þessari tveggja metra reglu verður framfylgt út árið. Ef hægt er að greiða milljarðagreiðslur til blárra lóna, flugfélaga, hótela, ferðaþjónustufyrirtækja og samherja þá ætti tónleikabransinn ekki að liggja óbættur hjá garði. Það er alltof mikið í húfi fyrir ótrúlegan fjölda fólks.“
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent