Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar hér marki með íslenska landsliðinu á HM í Katar en hann varð bæði markakóngur HM og þýsku deildarinnar þegar hann var síðast hjá Gummersbach. epa/Ali Haider Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Þýski handboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Þýski handboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira