Sagðist geta lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði þegar hann bætti heimsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 07:30 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð