KSÍ semur við þrjú erlend fyrirtæki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 17:00 Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fagna marki þess fyrrnefnda á móti Andorra en með á myndinni eur Arnór Sigurðsson og Jón Daðið Böðvarsson. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti um það í dag að sambandið hafi gert þriggja ára samning við þrjú erlend fyrirtæki. Fyrirtækin eru miðlæga gagnagrunns fyrirtækið SoccerLab, skimunar fyrirtækið Wyscout og svo Johan Sports GPS. Arnar Þór Viðarsson: "Innan skamms munum við eiga mikilvægar upplýsingar um okkar leikmenn sem eiga eftir að gera okkur kleift að þróa okkar starf enn frekar." https://t.co/G9nxjkmDHy— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 SoccerLab er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu og vinnur með mörgum af stærstu félagsliðum álfunnar. Með samningnum mun þessi miðlægi gagnagrunnur frá og með deginum í dag vista allar upplýsingar um yngri landsliðsmenn KSÍ. „Það svið knattspyrnunnar sem við getum bætt okkur hvað mest á er rafræna sviðið. Þetta er að mörgu leyti undarlegt þar sem við Íslendingar erum mjög tæknivædd þjóð. Í nútíma knattspyrnu er allt mælt og skoðað. Lið í Evrópu þjálfa ekki bara sína leikmenn á knattspyrnuvellinum heldur er þjálfun orðin heildræn (e. holistic). Undir þessa heildrænu þjálfun falla hlutir eins og leikgreining, miðlæg gagnasöfnun, myndbandauppökur, hlaupatölur, mælingar á líkamlegu atgervi o.s.frv,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, við heimasíðu KSÍ. Hér eftir munu þessar upplýsingar safnast allar saman í gagnagrunni Knattspyrnusviðs KSÍ. „Þessar upplýsingar eru ekki bara mikilvægar fyrir okkur hjá KSÍ, heldur líka fyrir félögin þar sem erlend félög nú til dags vilja fá gögn um leikmenn áður en þeir eru keyptir. Þessi gögn (e. benchmarks) nota erlend félög í ákvarðanatöku sem er byggð á staðreyndum, en ekki skoðunum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson. Samningurinn inniheldur aðgang fyrir þjálfara landsliða Íslands ásamt einum aðgangi fyrir hvert lið í @pepsimaxdeildin https://t.co/ilPJpIfFpH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Wyscout er eitt það virtasta í Evrópu þegar kemur að því að klippa, greina og geyma leiki. Samningurinn inniheldur aðgang fyrir þjálfara landsliða Íslands ásamt einum aðgangi fyrir hvert lið í Pepsi Max deildunum. Þar að auki er verið að skoða möguleikann á að opna svæði fyrir yngri flokka á Íslandi. Á undanförnum árum hefur myndbandsupptaka af leikjum yngri flokka aukist mikið og er ætlunin að reyna að ná þessum upptökum á miðlægan gagnagrunn svo lið geti lært hvert af öðru. „Undanfarin ár hafa þjálfarar Pepsi Max deildanna og landsliðsþjálfarar Íslands getað nýtt sér sömu þjónustu frá öðru fyrirtæki og almenn ánægja hefur verið með þetta. Svona þjónusta hjálpar þjálfurum mikið og eykur faglegt starf í íslenskri knattspyrnu til muna,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Með nýjum samningi við Johan Sports GPS hefur KSÍ fest kaup á fleiri GPS tækjum og er ætlunin að yngri landslið hefji notkun á þeim sumarið 2020. https://t.co/Xot86GO8pr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Knattspyrnusamband er búið að vera í samstarfi við Johan Sports GPS því A landsliðin og U21 landslið karla hafa undanfarið ár notað GPS tæki á æfingum og í leikjum frá Johan Sports. Þessi GPS tæki eru notuð til að mæla og greina hlaupatölur leikmanna, fjarlægð sem þeir hlaupa, hámarkshraða, hversu marga metra leikmaðurinn hleypur á háum hraða o.s.frv. Svör við þessum spurningum, og mörgum öðrum, er hægt að fá með GPS mælingum. Atvinnumannalið í knattspyrnu nota nánast öll GPS tæki til að fylgjast með álagi leikmanna í leikjum og við æfingar. Með nýjum samningi hefur KSÍ fest kaup á fleiri GPS tækjum og er ætlunin að yngri landsliðin hefji notkun á þeim sumarið 2020. „GPS mælingar gefa áreiðanlegri mynd af því hvar leikmenn okkar standa og með því er einnig hægt að stýra álaginu á leikmanninn. Öllum hlaupatölum er hlaðið í gagnagrunn og er því hægt að bera leikmenn saman við aðra sem hafa sama eða svipaðan leikstíl,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, við heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti um það í dag að sambandið hafi gert þriggja ára samning við þrjú erlend fyrirtæki. Fyrirtækin eru miðlæga gagnagrunns fyrirtækið SoccerLab, skimunar fyrirtækið Wyscout og svo Johan Sports GPS. Arnar Þór Viðarsson: "Innan skamms munum við eiga mikilvægar upplýsingar um okkar leikmenn sem eiga eftir að gera okkur kleift að þróa okkar starf enn frekar." https://t.co/G9nxjkmDHy— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 SoccerLab er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu og vinnur með mörgum af stærstu félagsliðum álfunnar. Með samningnum mun þessi miðlægi gagnagrunnur frá og með deginum í dag vista allar upplýsingar um yngri landsliðsmenn KSÍ. „Það svið knattspyrnunnar sem við getum bætt okkur hvað mest á er rafræna sviðið. Þetta er að mörgu leyti undarlegt þar sem við Íslendingar erum mjög tæknivædd þjóð. Í nútíma knattspyrnu er allt mælt og skoðað. Lið í Evrópu þjálfa ekki bara sína leikmenn á knattspyrnuvellinum heldur er þjálfun orðin heildræn (e. holistic). Undir þessa heildrænu þjálfun falla hlutir eins og leikgreining, miðlæg gagnasöfnun, myndbandauppökur, hlaupatölur, mælingar á líkamlegu atgervi o.s.frv,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, við heimasíðu KSÍ. Hér eftir munu þessar upplýsingar safnast allar saman í gagnagrunni Knattspyrnusviðs KSÍ. „Þessar upplýsingar eru ekki bara mikilvægar fyrir okkur hjá KSÍ, heldur líka fyrir félögin þar sem erlend félög nú til dags vilja fá gögn um leikmenn áður en þeir eru keyptir. Þessi gögn (e. benchmarks) nota erlend félög í ákvarðanatöku sem er byggð á staðreyndum, en ekki skoðunum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson. Samningurinn inniheldur aðgang fyrir þjálfara landsliða Íslands ásamt einum aðgangi fyrir hvert lið í @pepsimaxdeildin https://t.co/ilPJpIfFpH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Wyscout er eitt það virtasta í Evrópu þegar kemur að því að klippa, greina og geyma leiki. Samningurinn inniheldur aðgang fyrir þjálfara landsliða Íslands ásamt einum aðgangi fyrir hvert lið í Pepsi Max deildunum. Þar að auki er verið að skoða möguleikann á að opna svæði fyrir yngri flokka á Íslandi. Á undanförnum árum hefur myndbandsupptaka af leikjum yngri flokka aukist mikið og er ætlunin að reyna að ná þessum upptökum á miðlægan gagnagrunn svo lið geti lært hvert af öðru. „Undanfarin ár hafa þjálfarar Pepsi Max deildanna og landsliðsþjálfarar Íslands getað nýtt sér sömu þjónustu frá öðru fyrirtæki og almenn ánægja hefur verið með þetta. Svona þjónusta hjálpar þjálfurum mikið og eykur faglegt starf í íslenskri knattspyrnu til muna,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Með nýjum samningi við Johan Sports GPS hefur KSÍ fest kaup á fleiri GPS tækjum og er ætlunin að yngri landslið hefji notkun á þeim sumarið 2020. https://t.co/Xot86GO8pr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 4, 2020 Knattspyrnusamband er búið að vera í samstarfi við Johan Sports GPS því A landsliðin og U21 landslið karla hafa undanfarið ár notað GPS tæki á æfingum og í leikjum frá Johan Sports. Þessi GPS tæki eru notuð til að mæla og greina hlaupatölur leikmanna, fjarlægð sem þeir hlaupa, hámarkshraða, hversu marga metra leikmaðurinn hleypur á háum hraða o.s.frv. Svör við þessum spurningum, og mörgum öðrum, er hægt að fá með GPS mælingum. Atvinnumannalið í knattspyrnu nota nánast öll GPS tæki til að fylgjast með álagi leikmanna í leikjum og við æfingar. Með nýjum samningi hefur KSÍ fest kaup á fleiri GPS tækjum og er ætlunin að yngri landsliðin hefji notkun á þeim sumarið 2020. „GPS mælingar gefa áreiðanlegri mynd af því hvar leikmenn okkar standa og með því er einnig hægt að stýra álaginu á leikmanninn. Öllum hlaupatölum er hlaðið í gagnagrunn og er því hægt að bera leikmenn saman við aðra sem hafa sama eða svipaðan leikstíl,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, við heimasíðu KSÍ.
Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira