Hver á að vera næsti landsliðsfyrirliði? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson tók við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni eftir Ólympíuleikana 2012 og bar það næstu átta árin. vísir/epa Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty
Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira