Bjarki fyrsti þýski markakóngurinn í ellefu ár til að brjóta átta marka múrinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 15:00 Bjarki Már Elísson fagnar í vetur með félögum sínum í Lemgo en myndin er af Twitter síðu TBV Lemgo Lippe. Mynd/@tbvlemgolippe Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06 Þýski handboltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Þýski handboltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira